Rapp í 5.bekk
Edda útgáfa stendur fyrir rappkeppni sem nefnist SYRPU RAPP en þetta er verkefni tengt íslenskri tungu. 5. E tekur þátt í keppninni, krakkarnir sömdu textann og notast við píanó beat sem þeir fundu á youtube . Bekkurinn er búinn að fara í studioupptöku til Heiðars Sigurðssonar og rappa lagið, Sunna og Sæmundur tóku myndband með þeim og Erna umsjónarkennarinn bekkjarins hefur yfirumsjón með verkefninu. Skilafrestur á laginu er í dag og við bíðum öll spennt eftir niðurstöðum en þær verða birtar 27. desember og tíu efstu lögin fara í símakosningu.