Dansvika og uppskeruhátíð
Þessa vikuna hefur Jón Pétur danskennari verið með danskennslu. Þetta er árlegur viðburður þar sem nemendur skólans gefst kostur á að fara á dansnámskeið í eina viku sem lýkur síðan með einskonar uppskeruhátíð sem foreldrum og öðrum aðstandendum er boðið á.En þetta er 22. árið sem Jón Pétur kemur til okkar. Nú sem áður var mikið fjör í íþróttahúsinu og krakkarnir stóðu sig afar vel. Þess má geta að dansinn er val hjá 8. - 10. bekk en meirihlutinn velur að taka þátt sem er mjög ánægjulegt. Í gærkvöldi var svo dansleikur með Jóni Pétri, foreldrum og nemendum þar sem dansað var í klukkutíma. Nemendur í unglingadeildinni voru svo með ball fram á kvöld þar sem Tómas Nói og Zarko stjórnuðu tónlist og dansi. Það er sem sagt búið að vera endalaust fjör hjá okkur þessa vikuna.