Hafið í 6.bekk

29. apr. 2022

Krakkarnir í 6.bekk eru byrjuð á þemaverkefninu "Hafið" sem fjallar um lífið í sjávarbyggð, lífríkið í hafinu og annað sem því tengist. Í vikunni kom Ægir Olgeirs og færði þeim fullt af allskonar fiskum sem krakkarnir krufðu og funndu út af hvaða tegund þeir væru. Þetta voru um og yfir 20 tegundir og mikið sem krkkarnir höfðu ekki séð áður. Öllu krökkunum í skólanum var svo boðið í heimsókn að skoða. 

HKG