"það vantar spýtur og það vantar sög"
Í dag hittust allir nemendur grunnskólans í Sindarbæ til að taka þátt í degi tónlistarinnar, Í tilefni dagsins sungu nemendur í grunnskólum landsins lagið Það vantar spýtur eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur. Söngurinn var tekinn upp og honum safnað saman og skilað til umsjónaraðila vekefnisins, Hörpu Þorvaldsdóttur. Það er alveg óhætt að segja að þetta tókst vel hjá krökkunum og eftir að hafa sungið þetta lag sungu krakkarnir nokkur jólalög. Sigurlaug Blöndal stjórnaði söngnum og Jóhann Morávek spilaði undir.