Dagur gegn einelti

8. nóv. 2017

8. nóvember er helgaður baráttunni gegn einelti og af því tilefni af því hittust nemendur og starfsfólk Grunnskóla Hornafjarðar,  mynduðu hjartalaga keðju á íþróttavellinum og sungu saman lagið A-Ö skóli ( The hardest karaoke song in the world). Þórgunnur spilaði undir á gítar og Dagmar Lilja og Angela Rán  voru forsöngvarar.