Jólasmiðja
Það var margt lært í jólasmiðju á unglingastigi í vetur. Nemendur notuðu sköpunarhæfileika sína og metnað til að búa til fallega hluti. Það voru nokkur skylduverkefni en svo var frjáls vinna frá hugmynd að afurð. Nemendur völdu að leira, sauma, prjóna, smíða og fleira. Fréttinni fylgja nokkrar myndir af verkefnum nemenda en eru þó einungis brot af því sem búið var til.
Jólakveðjur úr Vöruhúsinu