Kynlíf og krufningar
24.02.2023
Eftir kosningar og stjórnmálaherferð hjá 9. og 10. bekk tók við næsti áfangi, ekki síður mikilvægur en hann kallast kynlíf og krufningar. Nemendum er skipt í þrjá hópa, á meðan tveir hópar eru í kynfræðslu þá er einn hópur sem æfir sig í krufningum. Efnið sem farið er yfir í kynfræðslunni er á netinu og við mælum með að þið kíkið á það hér, Vika-6
Í krufningum er verið að fara yfir helstu líffærin og hóparnir fá að kryfja kindalíffæri. Flestum nemendum finnst þetta mjög spennandi en það eru vissulega nokkrir sem eru ekki alveg eins gíraðir í krufningarnar og er það ósköp eðlilegt. Við látum myndirnar frá krufningahóp dagsins tala sínu máli.