• Fáninn afhentur

Fullveldisdagurinn í skólanum

1. des. 2016

Í grunnskólanum var haldið upp á 1. desember til að minnast þess að þennan dag árið 1918 tók gildi samningur  milli Íslands og Danmerkur sem kvað á um að Ísland væri frjálst og fullvalda ríki.  Klukkan 09:30 söfnuðust nemendur á yngra stigi saman við fánastöngina framan við skólann, elsti nemandinn, Laufey Ósk afhenti Ingibjörgu Lúcíu fánann sem síðan dró hann að húni. Að því loknu sungu allir lagið Öxar við ána. Nemendur grunnskólans sem og starfsfólk mætti sparibúið til vinnu í morgun í tilefni dagsins.