Fræðsla um svefn fyrir alla

18. des. 2020

Í liðinni viku var Erla Björnsdóttir með fræðslufyrirlestur um svefn fyrir nemendur í 5. - 10. bekk. Nú býður heilsueflingarhópur sveitarfélagsins öllum í sveitarfélaginu að hlýða á fyrirlesturinn sem var sérlega fræðandi og góður fyrir fólk á öllum aldri.

Síðustu mánuði hefur heilsueflingarhópur á vegum sveitarfélagsins haft svefn sem megið þema í heilsueflingu enda er svefninn ein megin undirstaða heilbrigðis. Þessi fyrirlestur markar hápunkt þessa þema og vonandi ná allir sem áhuga hafa á að hlýða á hann en hann verður opinn til 4. janúar.

Fræðslufyrirlestur um svefn hjá Erlu Björnsdóttur