Kökukeppni á unglingastigi
Í dag stóð nemendaráðið fyrir kökukeppni milli bekkja í skólanum. Þrjú verðlaun
voru í boði, flottasta kakan, frumlegasta og besta bragðið.
Nemendaráðið sá um að dæma en fékk nokkra kennara til að smakka kökurnar til að
fá annað álit svo ekki væri um svindl að ræða.
Þetta var hörku keppni í öllum flokkum enda glæsilegar kökur á
sýningarpallinum.
Verðlaun fyrir flottustu kökuna fékk 9.N en kökuna bökuðu Emma Ýr, Kristjbjörg
Natalía og Nína Ingibjörg.
Frumlegasta kakan fékk 8.S. Hana bökuðu Arney, Auður Freyja og Elín Ósk.
Að lokum fékk 9.N verðlaun fyrir besta bragðið. Kökuna bökuðu Elín Ása og
Sessilía Sól.