Gunnar Helgason í heimsókn

3. des. 2021

Í dag kom Gunnar Helgason rithöfundur í heimsókn til okkar. Hann sagði krökkunum frá bókunum sínum og las á sinn skemmtilega hátt úr nýjustu bók sinni, Bannað að eyðileggja.  Það var auðheyrt á krökkunum að bækur Gunnars eru í miklu uppáhaldi og flestir hafa lesið þær. Í lokin tók Gunnar lagið með krökkunum og söng um jólasveinana einn og átta. Eftir kynningu Gunnars á miðstiginu var samsöngur við undirspil Sæmundar og Hafdísar.