Vikuhátíð 3E
3. bekkur blés til vikuhátíðar í lok skóladags á föstudag. Hátíðn var að vanda haldin í Sindrabæ.Nemendur sýndu leikrit um Bakkabræður. Í hlutverkum bakkabræðra voru þau Svala Mjöll, Sigurður og Smári og einnig komu fram Rami Ómar, Solyana, Hilmar Óli, Helga Nótt og Hilmar Lárus auk sögumanna sem þau höfðu sér til halds og trausts. Stelpurnar sýndu frumsamdan dans, það voru sýnd dularfull töfrabrögð og tískusýning. Í lokin var stigin dans sem allir gátu tekið þátt í. Sýningin var afar skemmtileg og auðsjáanlegt að í 3. bekk eru margir hæfileikaríkir listamenn.