Verðandi 1. bekkur í heimsókn
Í dag komu leikskólabörn í smiðjur í Vöruhúsið. Það voru nemendur í öðrum bekk sem tóku á móti þeim og hjálpuðu að læra á Vöruhúsið.
Þau lærðu að teikna með klessulitum og mála með vatnslitum og skemmtu sér allir vel.
Þessi heimsókn er þáttur í að aðlagast því að koma í skóla næsta haust og brúa þannig bilið milli skóla og leikskóla.