Heimsókn frá Blaksambandi Íslands
Á þriðjudagsmorgun komu þjálfari og starfsmaður frá blaksambandi Íslands, landsliðþjálfarinn og þjálfari Þrótt á Neskaupstað Miguel Angel Ramon Melero og með honum var Pálmi Blængsson frá blaksambandinu. Tilgangurinn var að kynna fyrir nemendum í 4. – 6.bekk blakíþróttina. Gerðu þau upphitunaræfingar og síðan var spilað skólablak. Allir skemmtu sér konunglega og vonum við að þetta hafi vakið upp blakáhugan hjá krökkunum og að þau skelli sér á blakæfingu.