Viðtalsdagur og vetrafrí

11. nóv. 2020

Nú styttist í annarskil í grunnskólanum. Settur viðtalsdagur er föstudagurinn 20. nóvember en margir umsjónarkennarar bjóða upp á viðtöl eftir kennslu dagana fyrir. Nemendur þurfa að fylla út sjálfsmat í mentor.is áður en mætt er í viðtal. Foreldrar fá tölvupóst þar sem þeir eru beðnir um að fara á mentor.is og skrá sig í viðtal. 

23. og 24. nóvember er vetrafrí í skólanum.