Haustganga

7. sep. 2018

Haustganga grunnskólans var s.l. fimmtudag. Gengið var frá Stafafelli og inn í Hvannagil u.þ.b. 9 km. leið og eru það nemendur í fimmta til tíunda bekk ásamt starfsfólki sem taka þátt í göngunni. Einnig var boðið upp á styttri göngu og var þá gengið eftir veginum inn Stafafellsfjöll. Gengið var í frábæru veðri og í lokin var boðið upp á dýrindis pulsuveislu inn við Hvannagil.