Dagur gegn einelti

13. nóv. 2018

8. nóvember  er helgaður baráttunni geng einelti og er þetta í 8. sinn sem þessi dagur er haldin. Við í grunnskólanum höfum haldið upp á dagin með ýmsu móti í undanfarin ár og í ár unnu nemendur skólans með vináttuna þar sem áherslan var á " hvernig er ég sem góður vinur".  Eftir að þeirri vinnu lauk fóru nemendur og starfsfólk niður í Báru og mynduðu saman táknið  "infinity" (merkið sem er eins og átta á hlið). en það á að vera tákn um óendanlega vináttu. Eldri nemendur leiddu yngri og þegar búið var að fara í gengum smá byrjunar erfiðleika tókst að búa merkið til.