Góð samskipti eru gulli betri
Í vikunni hefur Vanda Sigurgeirsdóttir verið í heimsókn hjá okkur í grunnskólanum auk þess að hitta þjálfara hjá Sindra og fl. Vanda var með námskeið fyrir nemendur þar sem hún kom inn í bekki og ræddi m.a. bætt samskipti, jákvæða leiðtoga og bætt samskipti og samvinnu í bekkjum. Einnig var hún með fund fyrir foreldra í Nýheimum. Heimsókn Vöndu var svo sannanlega góð viðbót við þá vinnu sem nú þegar hefur átt sér stað í skólanum og voru krakkarnir jafnt sem starfólk mjög ánægð með heimsóknina.