Foreldrafundur með Vöndu Sig - mánudaginn 31. okt í Nýheimum kl. 20:00 - 22:00

Hvernig geta foreldrar eflt samskiptahæfni barna sinna og virkjað þau sem jákvæða leiðtoga

26. okt. 2016

Vanda Sigurgeirsdóttir hefur getið sér gott orð í vinnu gegn einelti og er vinsæll fyrirlesari bæði hjá nemendum og foreldrum. Um mánaðarmótin verður hún á Höfn og auk þess að hafa foreldrafund verður hún með námskeið fyrir starfsmenn leik- og grunnskóla. Einnig mun hún hitta nemendur í nokkrum árgöngum þar sem hún fjallar um samskipti og svo ætlar hún að hitta bæði stjórnir og þjálfara hjá Sindra.  Það eru því spennandi dagar framundan og vonandi sjá allir sér fært að mæta á foreldrafund.