Vikuhátíð 4. bekkjar
4. bekkur hélt vikuhátíð í Sindrabæ. Bekkurinn setti á svið leikrit um Gúmmí-Tarsan. Sögumenn voru Karen, Fanney, Kári og Elín. Arney, Vaka, Anton, Kári, Jóhannes og Sævar skiptu með sér hlutverki Gúmmí-Tarsans, Hildur, Sverrir og Auður léku pabbann en Daníel, Friðrik, John, Árný, Patrekur, Birkir, Kacper og Emilía léku hrekkjalómana og Elín lék Nornina góðu. Að lokum sungu allir saman lagið um 4 bekk.