Góð heimsókn í grunnskólann

25. okt. 2016

Nemendur í grunnskólanum fengu góða heimsókn í dag en þá mætti Þorgrímur Þráinsson og ræddi við þau um leiðina til árangurs. Fyrirlestur Þorgríms sem hann hélt fyrir nemendur 4. -9. bekk bar heitið "Sterk liðsheild" en þar fjallaði hann um hvaða þarf til að ná árangri og nefndi hann t.d. að leggja aukalega á sig, gera góðverk, vera vingjarnlegur, passa svefn og borða holt. Þorgrímur ræddi sérstaklega við nemendur í 10. bekk og hét sá fyrirlestur "Að vera ástfanginn af lífinu".