Innra mat / sjálfsmat

Um innra mat í skólum segir m.a. í grunnskólalögum "Hver grunnskóli metur með kerfisbundnum hætti árangur og gæði skólastarfs á grundvelli 35. gr. með virkri þátttöku starfsmanna, nemenda og foreldra eftir því sem við á. Grunnskóli birtir opinberlega upplýsingar um innra mat sitt, tengsl þess við skólanámskrá og áætlanir um umbætur."

Til að mat teljist uppfylla viðmið laga þarf það að vera formlegt, altækt, áreiðanlegt, samstarfsmiðað, umbótamiðað, árangursmiðað, stofnana- og einstaklingsmiðað, lýsandi, greinandi og opinbert.

Frá og með vorinu 2018 hefur Grunnskóli Hornafjarðar notast við allar kannanir Skólapúlsins í innra matinu en þær eru lagðar fyrir starfsmenn, foreldra og alla nemendur. Kannanir á vegum Rannsóknar og greiningar eru einnig lagðar fyrir og eru þær einnig notaðar í innra matinu sem og tengslakannanir og aðrar kannanir um líðan nemenda. Frá árinu 2013 studdist Grunnskóli Hornafjarðar við Gæðagreina 2 og er það verkfæri enn nýtt t.d. þegar fjallað er um árshátíð skólans og opna daga í skólanum.

Sjálfsmatsáætlun fyrir Grunnskóla Hornafjarðar

Niðurstöður skólaþings, haldið 19. nóvember 2020

Niðurstöður skólaþings, haldið 20. nóvember 2019

Niðurstöður úr Skólapúlsinum

Nemendur

Foreldrar

Starfsmenn