Foreldrafélag Grunnskóla Hornafjarðar
Foreldrafélag er starfandi við skólann og hefur það látið margt gott af sér leiða.
Foreldrafélagið er vettvangur foreldra til að ræða saman um skólagöngu barna sinna og hvað eina sem varðar uppeldi og menntun. Þar getur líka átt sér stað öflugt félagslíf og samvinna milli foreldra og nemenda sem skilar sér bæði í betra andrúmslofti innan sem utan veggja skólans. Tveir tenglar eru í hverjum bekk skólans og hafa þeir saman skipulagt vetrarstarfið í hverjum árgangi fyrir sig. Stjórn foreldrafélagsins er kosin á aðalfundi foreldrafélagsins en hún skiptir síðan með sér verkum og leiðir starf foreldrafélagsins.
Stjórn foreldrafélagsins 2024 - 2025
Formaður: Eik Aradóttir og situr í skólarárði, eikaradottir@gmail.com, 8446839
Ritari: Hólmfríður Bryndís Þrúðmarsdóttir, hannakolbeins@hotmail.com, 8467308
Gjaldkeri: Hanna Guðrún Kolbeins, ingaringvadottir@gmail.com, 8662815
Meðstjórnandi: Inga Rósa Ingvadóttir, fridabryndis@gmail.com, 8677416
Meðstjórnandi: Jóhann Bergur Kiesel, johannbergur@umfsindri.is, 8489117
Hugmyndabanki fyrir foreldra
Heimili og skóli
Lög foreldrafélagsins
Foreldrafundir í janúar 2020
15. og 16. janúar 2020 voru foreldrafundir í öllum árgöngum þar sem Margrét Lilja Guðmundsdóttir var með erindi fyrir foreldra í öllum árgöngum og einnig nemendur í 7. - 10. bekk. Hér er hægt að nálgast glærurnar. Yngra stig. Eldra stig.