Laus störf

Grunnskóli Hornafjarðar leitar eftir stuðningsfulltrúum í eftirfarandi störf.

Auglysing-studningsfulltruar2024  

Grunnskóli Hornafjarðar auglýsir eftir stuðningsfulltrúum og starfsmönnum í Kátakot frístundaheimili.

· Starf stuðningsfulltrúa er 100 % starf frá 8:00 - 16:15.

· Hlutastarf í Kátakoti er 37,5% starf frá 13:00 - 16:15

· Yfirmaður í Kátakoti frístundaheimili 50 – 100% starf frá 12:00-16:15 eða 8:00-16:15

Helstu verkefni og ábyrgð

· Sinna uppeldi og menntun samkvæmt starflýsingu og aðstoða nemendur við athafnir daglegs lífs.

· Styðja við og styrkja jákvæða hegðun nemenda og sjálfstæði.

· Efla félagsfærni og jákvæða sjálfsmynd nemenda.

· Sjá til þess umhverfi sé öruggt, uppbyggilegt styðji við þroska og virka þátttöku nemenda.

Menntunar og hæfniskröfur

· Æskilegt er að yfirmaður í Kátakoti hafi lokið BS námi í tómstundafræðum eða sé með aðra menntun í uppeldis- og eða kennslufræði sem nýtist í starfi.

· Æskilegt er að stuðningsfulltrúar hafi lokið stuðningsfulltrúanámi eða öðru sambærilegu námi.

· Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum.

· Stundvísi, frumkvæði og metnaður í starfi.

· Sjálfstæð og skipulögð vinnubrög.

· Góð íslenskukunnátta (B1 í evrópska tungumálarammanum og B2 hjá yfirmanna Kátakots).

· Hreint sakavottorð (þarf að skila með umsókn).

Laun eru greidd samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Umsækjendur þurfa geta hafið störf um miðjan ágúst 2024

Umsóknarfrestur er til 10. júní.

Umsóknum skal skilað skriflega til skólastjóra á þar til gerðu umsóknareyðublaði sem er á heimasíðu skólans. https://gs.hornafjordur.is/media/gomul-gogn/starfsumsokn,-eydublad.pdf

Frekari upplýsingar gefur skólastjóri í síma 6986019 og á netfanginu thordisth@hornafjordur.is

Starfsumsókn gildir í 6 mánuði frá auglýsingu.