Skólamáltíð leggur grunn að góðum degi

Í skólanum leggjum við áherslu á heilsusamlegt mataræði.

Skóladagurinn er langur og leggjum við áherslu á að sá tími sem við notum til að matast sé í leiðinni ákveðin hvíldarstund því mikilvægt er að hafa úthald allan daginn svo að skólagangan nýtist sem skyldi.  Allir nemendur skólans fá ávaxtabita á morgnanna.

Mikilvægt er að þeir nemendur sem ekki eru í mat eða þyggja ekki ávaxtabita hafi með sér holla og góða næringu í skólann.  Ekki er ætlast til þess að nemendur komi með sætabrauð, sælgæti og sæta drykki í skólann og er neysla þess bönnuð þar. Kennarar reyna að hafa áhrif á nemendur og ræða við þá um mikilvægi hollrar og góðrar næringar en ábyrgðin er þó fyrst og fremst foreldra.