Fréttir og tilkynningar

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar - 2. apríl 2025

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk fór fram í Djúpavogskirkju 1. apríl og kepptu þar 8 nemendur frá Grunnskóla Hornafjarðar og 5 nemendur frá Djúpavogsskóla. 

Hjálmar að gjöf - 25. mars 2025

Slysavarnardeildin Framtíðin kemur á vori hverju og færir nemendum 5. bekkjar reiðhjólahjálma að gjöf. Þetta er liður í forvarnarstarfi félagsins. Við biðjum foreldra að fara vel yfir hjálmana og stilla þá rétt því öðruvísi virka þeir ekki eins og til er ætlast. Við minnum í leiðinni á að lögum samkvæmt eiga börn undir 15 ára aldri að nota hjálm þegar þau eru á hjólum eða öðrum farartækjum

Stóra upplestrarkeppnin - 21. mars 2025

Nú er lokið skólakeppni Stóru upplestrarkeppninnar. Níu nemendur komust áfram og munu þau taka þátt í Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar sem fer fram í Djúpavogskirkju þann 1. apríl. 20250320_112925

Fréttasafn