Fréttir og tilkynningar

Dagur íslenskrar tungu - 14. nóvember 2025

Sunnudaginn 16. nóvember er dagur íslenskrar tungu en hann er haldinn á afmælisdegi jónasar Hallgrímssonar. Í tilefni af því hafa krakkarnir í grunnskólanum unnið ýmiss verkefni tengd skáldinu. Þar má nefna nýyrðasmíði en til Jónasar má rekja amk 127 nýyrði í málinu. Önnur verkefni voru að myndskreyta ljóð eftir skáldið, teikna mynd af honum eftir gamalli lýsingu og fleira. Í svona verkefnum fá krakkarnir tækifæri til að grúska í málinu og kynnast um leið fullt af nýju orðum.  Hér má sjá verkefni unnin af 1. - 6. bekk.

Dagur gegn einelti - 14. nóvember 2025

Alþjóðlegur dagur gegn einelti er þann 8.nóvember ár hvert. Markmið dagsins er að efna til umræðu, fræðslu og viðburða sem miða að því að vinna gegn einelti, hvetja til jákvæðra samskipta og efla vináttu. Ýmislegt er gert í skólanum til að vekja athygli á deginum og í ár hittust allir í íþróttahúsinu og sungu nýja lagið hans Páls Óskars og Benna Hemm Hemm, Eitt af blómunum. Atburðurinn var tekinn upp og verður aðgengilegur á Youbube síðu skólans.

Sigruðu First Lego League keppnina - 13. nóvember 2025

Nemendur í 7. og 8. bekk Grunnskóla Hornafjarðar unnu sér á dögunum inn rétt til þess að keppa fyrir Íslands hönd í alþjóðlegum First Lego League (FLL) keppnum.

Fréttasafn