Fréttir og tilkynningar

Tveggja vikna lestrarátak
Krakkarnir í 1. - 5. bekk eru búin að vera í lestrarátaki síðustu tvær vikur. Lesturinn fór fram bæði í skólanum og heima. Eftir að hafa lesið í ákveðinn tíma, misjafnt eftir aldri, var lesturinn skráður á "drekaegg" sem var sett á vegg í mötuneytinu.
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk fór fram í Djúpavogskirkju 1. apríl og kepptu þar 8 nemendur frá Grunnskóla Hornafjarðar og 5 nemendur frá Djúpavogsskóla.

Hjálmar að gjöf
Slysavarnardeildin Framtíðin kemur á vori hverju og færir nemendum 5. bekkjar reiðhjólahjálma að gjöf. Þetta er liður í forvarnarstarfi félagsins. Við biðjum foreldra að fara vel yfir hjálmana og stilla þá rétt því öðruvísi virka þeir ekki eins og til er ætlast. Við minnum í leiðinni á að lögum samkvæmt eiga börn undir 15 ára aldri að nota hjálm þegar þau eru á hjólum eða öðrum farartækjum