Fréttir og tilkynningar
Snjallvagninn
Í vikunni kom Snjallvagninn í heimsókn til okkar en þetta er verkefni sem unnið er af menntamálafyritæki Insight og Huawei í samstarfi við Heimili og Skóla og SAFT. Verkefnið snýst um að fræða börn og ungmenni um netöryggi og um almenna hegðun á netinu þ.m.t. á samfélagsmiðlum og í samskiptum í tölvuleikjum. Markmiðið er að gefa krökkum verkfæri til að vernda sig betur á netinu og hjálpa þeim að efla meðvitund sína um jákvæða og neikvæða þætti Internetsins. Fræðslur eru kynntar af Lalla Töframanni sem er sérstaklega þjálfaður af uppeldisfræðingum Insight og Heimili og Skóla til að kynna efnið.
Ungmennaráð kom og kynnti niðurstöður barnaþings
Þriðjudaginn 18. nóvember tóku krakkarnir í grunnskólanum þátt í barna- og ungmennaþing sem haldið var hér í sveitarfélaginu. Krökkunum var skipt í hópa eftir aldri og fóru elstu krakkarnir í framhaldsskólann til að taka þátt. Ungmennaráð sveitarfélagssins skipulagði þingið og á fimmtudeginum komu þau og kynntu fyrstu niðurstöður fyrir nemendum og starfsfólki grunnskólans. Barna- og ungmennaþing er haldið til að gefa þeim sem starfa að málefnum barna og íbúanna yfirleitt innsýn í hvað börnum og ungmennum finnst um samfélagið og umgjörðina í kringum það. Fram komu fullt af góðum hugmyndum og krakkarnir voru afar áhugasöm. Þátttakendur voru um 300 auk þess sem rætt var við sérstaka rýnihópa sem voru fulltrúar fámennari hópa s.s. börn af erlendum uppruna, börn í dreifbýli, börn með fötlun og ungt fólk í atvinnulífinu. Dagur Barnasáttmála Sameinuðuþjóðanna er 20. nóvember.
Mennta- og barnamálaráðherra heimsækir Grunnskóla Hornafjarðar
Miðvikudaginn 19.nóvember kom Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra í heimsókn í Grunnskóla Hornafjarðar.