Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta
Fréttir og tilkynningar
Hvað kosta jólin?
Krakkarnir í 6. bekk haf nýtt aðventuna í að vinna verkefnið "Hvað kosta jólin". Krökkunum er skipt í hópa og hver hópur þarf að setja saman fjölskyldu, finna atvinnu handa fullorðna fólkinu og áætla laun þeirra. Svo er hafist handa við að reikna út hvað jólin kosta fyrir þeirra fjölskyldu.
Jólasveinar í stofugluggana
Nú prýða jólasveinamyndir gluggana í Hafnarskóla. Þessar myndir voru gerðar af nemendum og starfsfólki skólans fyrir jólin 2007. Myndirnar eru lagaðar með reglulegu millibili en það má segja að þær haldi sér afar vel miðað við að þetta er 18. árið sem þær eru hengdar upp.
Jólasmiðja í Vöruhúsinu
Í jólasmiðju í 9./10. bekk voru búnir til margir flottir kransar sem nemendur fóru með heim.