Fréttir og tilkynningar

Göngum í skólann, gullskórinn - 1. nóvember 2024

Í dag var tilkynnt um úrslit í "göngum í skólann" verkefninu. Veitt eru farandverðlaun fyrir 1. og 2. sætið. Að þessu sinni fór 5. bekkur með sigur af hólmi en skammt á eftir þeim voru krakkarnir í 6. bekk. Við óskum þeim til hamingju með árangurinn og hvetjum í leiðinni alla til að nota góða veðrið og ganga eða hjóla í skólann, sérstaklega eldri krakkana. Munum eftir endurskinsmerkjunum. 

Eftir verðlaunaafhendinguna dönsuðu nemendur og starfsfólk skólans í íþróttahúsinu.

Orgelkynning í tónmennt - 24. október 2024

Í vikunni var Hrafnkell tónmenntakennari  með tónmenntatíma uppi í Hafnarkirkju þar sem hann sýndi og kynnti fyrir krökkunum orgelið sem þar er. Farið var í gegnum sögu orgelssins og kom í ljós að orgel er 2300 ára gömul uppfinning. Krakkarnir fengu að heyra hvernig mismunandi stórar pípur hljóma, hvernig petalarnir eru notaðir og að takkarnir til hliðar stjórna röddunum. Kennslustundin endaði á að Hrafnkell spilaði lag úr Pirates of the Caribbean II. 

Bleiki dagurinn er á morgun - 22. október 2024

Hvetjum alla til þess að mæta í einhverju bleikuBleiki-dagurinn

Fréttasafn