Fréttir og tilkynningar

Árshátíð 2025, Ronja ræningjadóttir
Árshátíð grunnskólans var haldin nú í vikunni. í þetta sinn var Ronja ræningjadóttir eftir Astrid Lindgren sett á svið í leikstjórn Hafdísar Hauksdóttur og Ágústu Margrétar Arnardóttur þetta er í annað sinn sem þær leikstýra árshátíðinni saman en Hafdís hefur séð um fleiri árshátíðir áður. Handritið var að mestu leiti unnið af Ágústu Margréti og Hafdís sá um lagavalið. Til þess að svona sýning verði að veruleika þarf margar hendur upp á dekk. Tónskólinn er til dæmis ómissandi hlekkur í sýningunni en Jóhann, Hörður, Þorkell og Björg ásamt Hrafnkeli tónmenntakennara sáu um allt undirspil og áhrifastef í sýningunni. Gerð leikmuna fer fram í smiðjunum en þar standa Eva Ósk, Anna Björg, Sonja og Aida ásamt hjálparfólki vaktina.

Árshátíð grunnskólans
Árshátíð Grunnskóla Hornafjarðar fer fram miðvikudaginn
15. október klukkan 17:00 í íþróttahúsinu

Göngum í skólann, uppskeruhátíð
Í dag var haldinn einskonar uppskeruhátíð í íþróttahúsinu vegna "Göngum í skólann" verkefnisins. Hátíðin hófst á þvi að sunginn var afmælissöngur fyrir Önnu Björgu því næst var verðlaunaafhending. Að þessu sinni voru tveir bekkir jafnir en það voru 4. bekkur (2016) og 8. bekkur (2012). Þess má geta að þetta er ekki í fyrsta sinn sem 2012 árgangurinn vinnur þessa keppni.