Veftenglar

Leikskólinn Sjónarhóll

Námsleikir

Á vefnum hjá Námsgagnastofnun er fullt af skemmtilegum námsleikjum í tölvum bæði fyrir krakka og unglinga.

Námsvefir

Vísindavefurinn, hafsjór af fróðleik.

Skólavefurinn er fullur af allskyns námsefni. Skólavefurinn er áskriftarvefur að námsefni og þjálfunarefni fyrir grunnskóla og framhaldsskóla.


Lesvefurinn. Á þessum vef finnur þú hagnýtar upplýsingar um læsi og lestrarerfiðleika sem byggðar eru á rannsóknum og þekkingu sem safnast hefur á undanförnum þremur til fjórum áratugum.Vefur fyrir nemendur, foreldra og kennara.

Hljóðbækur er hægt að nálgast á vef MMS. Þar er bæði fræðsla um hvernig maður nær í þær og líka hvernig þær eru notaðar. Hægt er að hlaða niður heima hjá sér og setja inn á Ipod eða mp3 spilara.

Íslenska á yngsta stigi 

Rasmus er áskriftarvefur fyrir stærðfræði. Einnig getur hann komið sér vel fyrir foreldra sem eru að rifja upp aðferðir þegar verið er að aðstoða við heimanám. Hverri aðgerð fylgja gagnvirkar kannanir.

Kennslufræði

Menntavísindasvið Háskóla Íslands

Netla, veftímarit um uppeldi og menntun.Áskrift er ókeypis.

Leið til læsisLeið til læsis er titill á yfirgripsmiklu stuðningskerfi í lestrarkennslu sem ætlað er kennurum á yngsta stigi grunnskólans.  Ólíkt öðrum lesskimunarprófum sem völ er á hér á landi lúta niðurstöður prófsins að þremur aðskildum færniþáttum sem leggja grunn að lestrarnáminu, en það eru:

  • Málskilningur og orðaforði
  • Bókstafa og hljóðaþekking
  • Hljóðkerfis- og hljóðavitund.

Leið til læsis kerfið gerir bekkjarkennurum kleift að kanna hve vel nemendur eru undirbúnir til að takast á við lestrarnám áður en eiginleg lestrarkennsla hefst að hausti í 1. bekk.

Menntamálastofnun.  Hér er mikið af gagnvirku námsefni, leikjum og öðru efni s.s. kennsluleiðbeiningum, lausnum og fleiru. Þetta aðgengi er virkt fyrir alla.
 

Annað efni

Menntamálastofnun.  Þar er að finna ýmsar upplýsingar um lesfimipróf og samræmd próf auk þess sem hægt er að nálgast gömul samræmd próf þar.

Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Aðalnámskrá Grunnskóla

Lög um grunnskóla frá 2008