Uppeldi til ábyrgðar

Uppeldi til ábyrgðar miðar að því að ýta undir ábyrgðarkennd og sjálfstjórn barna og unglinIMG_8976ga og þjálfa þau í að ræða um tilfinningar og átta sig á þörfum sínum. Hugmyndafræðinni er einnig ætlað að styðja starfsmenn skóla við að móta sér skýra stefnu varðandi samskipti og agamál. Öðru fremur er um að ræða aðferðir við að kenna sjálfstjórn og sjálfsaga og styrkja einstaklinga í því að læra af mistökum sínum. Hugmyndafræðin hefur áhrif á kennsluhætti, stjórnunarhætti, áherslur í lífsleiknikennslu og ekki síst á meðferð agamála. Félag um uppbyggingarstefnuna hefur verið starfrækt um skeið og hægt er að leita sér upplýsinga, panta fræðsluefni og fleira á heimasíðu þess uppbygging.is.

Hugmyndafræði uppeldis til ábyrgðar byggist á því að einstaklingurinn geti tekið sjálfstæðar, siðferðilegar ákvarðanir varðandi eigin hegðun þegar hann er laus undan skömmum, hótunum, sektarkennd eða væntingum og loforðum um umbun og að hann fái tækifæri til að meta lífsgildi sín.  Markmiðið er að styrkja einstaklinginn í að vera sá sem hann vill vera með hliðsjón af eigin sannfæringu frekar en að stjórnast út frá geðþótta annarra. Til að hjálpa börnunum inn á þessa braut og fá þau til að skoða eigið gildismat er áhersla lögð á spurningar eins og: Hvernig viljum við vera? Og hvað við þurfum að gera til að ná takmarki okkar? Diane Gossen annar frumkvöðull uppeldis til ábyrgðar hefur unnið með kennurum víða um heim í rúm tuttugu ár. Hún hefur meðal annars komið til Hornafjarðar en hún leggur áherlsu á að þróa hagnýtar leiðir fyrir skóla sem miða að því að ná þessu marki með því að hinir fullorðnu í skólanum byrja á sjálfum sér við að skapa skólabrag sem einkennist af samheldni og umhyggju.

Lögð er áhersla á að starfsmenn skólans sammælist um skýrar reglur um óásættanlega hegðun og þrói samstilltar leiðir til að fylgja þeim eftir. Skýr mörk skapa það öryggi og traust sem er nauðsynlegt skólasamfélaginu og til að styðja við þau lífsgildi sem hver bekkur og allur skólinn setur saman í félagslegan sáttmála. Að framfylgja ófrávíkjanlegum reglum er því hvorki hugsað sem refsing né skilyrðing til að hræða menn til hlýðni við reglur, heldur er það yfirlýsing um að leiðin sem barnið valdi sé óásættanleg og nauðsynlegt að taka af því ráðin. Í framhaldi af því eru barninu sköpuð tækifæri til að læra af mistökum sínum og það aðstoðað til að finna betri leiðir og byggja þannig upp sinn innri styrk.

Kynning og innleiðing þessara aðferða er ferli sem tekur tíma og segir Gossen að það megi gera ráð fyrir því að þrjú til fimm ár taki þar til að starfsmenn séu farnir að skynja merkjanleg áhrif á skólabraginn. Helstu áfangar á leiðinni eru öflun upplýsinga með námskeiðum og lestri, þjálfun og prófun aðferðanna með viðvarandi mati á árangri. 

Vinna með okkur sjálf

Mikilvægasti hluti af innleiðingu Uppeldis til ábyrgðar felst í því að fólk vinni með sjálft sig og finni sjálft sig í hugmyndafræðinni. Það tekur að sjálfsögðu misjafnlega langan tíma og IMG_9075mikilvægt er að gefa fólki þann tíma sem það þarf. Þegar einstaklingurinn sjálfur er farinn að nota aðferðir Uppeldis til ábyrgðar í daglegum samskiptum þá og fyrst þá skilar hugmyndafræðin sér að ráði inn í skólasamfélagið. Því skiptir það máli að gefa fólki tíma til að tileinka sér hugmyndafræðina og eftir því sem fleiri gera það þeim mun meiri verður árangurinn. 

Bekkjarsáttmálar

Hluti af vinnunni með Uppeldi til ábyrgðar felst í því að hver bekkur velur sér kjörorð. Þessi orð eru tákn um það hvað bekknum finnst að skipti mestu máli í samskiptum í bekknum. Út frá þessum orðum er gjarnann búinn til bekkjarsáttmáli og til að gera vinnuna sem fjölbreyttasta og skemmtilegasta þá eru farnar ýmsar leiðir. Föndrað, dansað, sungið, búin til myndbönd og fleira. Hér fyrir neðan birtast m.a. þau myndbönd sem gerð hafa verið í tengslum við bekkjarsáttmálana.

Þarfirnar

              Grunnþarfir okkar eru fimm öryggi – umhyggja – frelsi – áhrif - ánægja

1. Öryggisþörfin 

Öryggisþörfin er líkamlegs eðlis og snýst um öryggi í umhverfinu og að hafa örugga lífsakomu, þak yfir höfuðið, salt í grautinn og klæði. Öryggisþörfin gnæfir yfir hinar þarfirnar að því leyti til að sé henni ekki fullnægt þá víkja hinar þarfirnar. Þess vegna byrjum við á að ræða öryggisþörfina og hvað við teljum vera grundvallar öryggisreglur í skólanum og megi alls ekki brjóta undir nokkrum kringumstæðum. Þessar öryggisreglur þurfa því að vera eins skýrar og kostur er og skýr mörk um það hvað sé óásættanleg hegðun. Þegar öryggisregla er brotin þurfa viðurlögin að vera öllum ljós og sá sem beitir þeim þarf að þjálfa sig upp í að gera það af kærleiksríkri festu. Það er ekki hægt að semja sig frá öryggisreglum, en mikilvægt að læra að fyrirgefa sjálfum sér, læra af mistökum sínum og læra að gera betur næst sér.IMG_9060

2. Þörfin fyrir ástúð og umhyggju 

Þörfin fyrir að tilheyra t.d. að eiga vini og fjölskyldu, að elska og vera elskaður. Dæmi um einkenni á umhyggjuþörf: Ég vil að öðrum líki við mig. Ég er háður foreldrum mínum og vinn fyrir kennarann. Félagarnir skipta mig miklu máli og það er gaman í hópvinnu.

2. Þörfin fyrir frelsi

Þörfin fyrir valfrelsi og sjálfstæði, það að hafa ákveðið svigrúm og frelsi til að velja fyrir sjálfan sig. Dæmi um einkenni á frelsisþörfinni: Ég vil hafa valmöguleika og þarf að vera á ferðinni. Ég hef gaman af tilraunum og finnst gaman að prófa nýja og spennandi hluti. Svo er mér líka nokkurn veginn sama hvað öðrum finnst.

4. Þörfin fyrir að geta haft áhrif

Þetta er þörfin fyrir að hafa áhrif og ná árangri og að hafa stjórn á sínu eigin lífi. Dæmi um einkenni á áhrifaþörf: Ég vil hafa stjórnina. Ég fylgist vel með áður en ég prófa nýtt og stressast ef mér mistekst. Ég er mjög skipulagður einstaklingur og vil helst vera bestur.

5. Þörfin fyrir ánægju

Þetta er þörfin fyrir gleði og ánægju sem felst fyrst og fremst í því að hafa gaman og segja má að þetta sé líka summa hinna þriggja, þ.e. takist manni að uppfylla þarfirnar fyrir umhyggju, frelsi og áhrif, fyllist maður gleði. Dæmi um einkenni á ánægjuþörfinni er: Ég verð að njóta vinnunnar. Ég hef mikla einbeitingu – ef það er gaman. Ég gæti verið svolítill safnari, hef oftast mjög gaman að spilum. Svo er ég oft brandarakarl og alveg til í leika trúð. Ég vil bara hafa gaman, jafnvel þótt ég sé skammaður fyrir það.

Við höfum öll allar þessar fjórar þarfir en þær eru misjafnlega ríkar hjá okkur. Sumir hafa mikla þörf fyrir að tilheyra einhverjum á meðan þörfin fyrir gleði er alls-ráðandi hjá öðrum. Allar þessar þarfir eru jafn mikilvægar og með aldrinum reynum við oft að koma á jafnvægi milli þeirra þrátt fyrir að einhver ein þörf verði oftast sú sem litar persónuleika okkar mest.

Hugmyndin með þessari flokkun á þörfunum er sú að kennarinn eigi auðveldara með að koma til móts við þarfir nemenda sinna ef hann getur greint ólíkar þarfir þeirra. Sérstaklega er gagnlegt að skilja þá sem hafa óvenju ríka eina þörf. Að sama skapi nýtist þessi flokkun foreldrum vel og síðast en ekki síst barninu sjálfu þegar það hefur náð tökum og skilningi á þeim. Að þekkja sjálfur sínar eigin þarfir hjálpar manni við að vinna með sjálfan sig og eiga betri samskipti við aðra.

Til að átta sig á þörfunum er stundum gott að sjá andstæður þeirra, þ.e. þegar þær eru ekki uppfylltar. Barn sem hefur ríka þörf fyrir umhyggju og að tilheyra einhverjum verður t.d. miklu sárara þegar vinurinn vill ekki leika í frímínútum heldur en barn sem hefur mikla frelsisþörf. Barn með mikla frelsisþörf fer bara og leikur við einhvern annan á meðan barnið sem hefur ríka þörf fyrir að tilheyra upplifir höfnun og vanlíðan og veit ekki hvernig það á að vinna úr aðstæðum.

Börn sem hafa ríka þörf fyrir áhrif finnst mikilvægt að ná árangri í því sem þau gera og hafa stjórn á því sem þau taka sér fyrir hendur. Þeim finnst vont að mistakast og stressast gjarnan við það. Þetta eru oft mjög skipulagðir einstaklingar sem langar að vera bestir í því sem þeir taka sér fyrir hendur. Það getur því verið sérstaklega erfitt fyrir barn með ríka áhrifaþörf ef í ljós kemur að það á við námserfiðleika að stríða. Námserfiðleikarnir gætu brotið þetta barn mikið meira niður en barn sem hefur t.d. ríka þörf fyrir gleði.

Börn sem hafa mikla þörf fyrir gleði og ánægju í lífinu leika gjarnan trúð og ef þeim finnst ekki nægileg gleði í kringum þau þá koma þau fjöri af stað jafnvel þótt þau fái skammir fyrir. Á sama hátt geta börn með mikla frelsisþörf sýnt áhættuhegðun og prófað ýmsa óæskileg hluti fái þau ekki frelsisþörfinni fullnægt á annan hátt t.a.m. með ákveðnu valfrelsi og möguleikum.