Grænfánaskóli

Grunnskóli Hornafjarðar fékk grænfánann í þriðja sinn 5. mars 2020.

Skólinn fékk grænfánann í fyrsta skipti 8. maí 2014. Í annað skipti 24. maí 2017 og þriðja skiptið 5. mars 2020. Hafin er vinna við að fá fjórða grænfánann og hefur umhverfisnefnd valið eftirfarandi þemu;

Hnattrænt jafnrétti og neysla og úrgangur

Umhverfissáttmáli skólans

Umhverfissáttmálinn er viljayfirlýsing nemenda og starfsmanna skólans um að vernda náttúruna. Fyrsti umhverfissáttmálinn sem var gerður á pappír og ákvað umhverfisnefnd skólans að setja fingrafar sitt í hinum ýmsu litum á sáttmálan. Í dag er umhverfissáttmálinn komin í meira varanlegt form, en umhverfisnefndin setti sáttmálann upp í fablab og bjó til límmiða sem hanga nú uppi við inngang skólans í báðum byggingum. 

Umhverfissáttmáli Grunnskóla Hornafjarðar

  • Ganga vel um umhverfi okkar og hjálpast við að tína rusl
  • Temja okkur hugmyndir um sjálfbærni í umgengni við umhverfið
  • Standa saman um að ganga/hjóla meira og menga minna
  • Hafa vináttu og velvilja að leiðarljósi í öllum samskiptum
  • Hjálpast að við að flokka rusl og endurvinna allt sem hægt er

Umhverfisnefnd

Í skólanum er starfrækt umhverfisnefnd sem skipuð er nemendum og starfsmönnum. Hér má sjá hverjir sitja í umhverfisnefndinni.

 Fundargerðir umhverfisnefndar:

Fræðsluefni og nemendaverkefni:

Ferðir á heimaslóðum:

Sérstaða skólans markast af staðsetningu hans og því fjölbreytta og um leið fágæta umhverfi sem hann er í. Höfuðatvinnugreinar sveitarfélagsins sem skólinn þjónar byggja á tengslum við náttúruna, annars vegar í gegnum landbúnað og sjávarútveg en hins vegar í gegnum ferðamannaiðnað. Náttúran er líka drifkraftur í öflugu menningar- og listalífi sem veitir listamönnum innblástur til einstakrar vinnu.

Á þessum þáttum byggir sérstaða skólans. Þar er lögð mikil áhersla á tengslin við náttúruna í allri sýslunni og leyfa nemendum að njóta hennar og fræðast um hana um leið og sterk tengsl við samfélagið er sá drifkraftur sem skólinn byggir á. Nemendur skólans fara í skipulagðar ferðir vítt og breitt um sýsluna svo þeir fái að kynnast sem flestum svæðum innan hennar. Ferðirnar eru nýttar markvisst í námi nemenda og tekur sú vinna mið af aldri og þroska þeirra.

Hér má finna upplýsingar um helstu ferðir nemenda