Ritari með húsvörslu afleysing
Staða ritara með húsvörslu í Hafnarskóla 100% starf til afleysinga í hálft ár. Umsækjendur þurfa geta hafið störf um miðjan ágúst 2025 eða samkvæmt samkomulagi.
Staða ritara með húsvörslu í Hafnarskóla 100% starf til afleysinga í hálft ár. Umsækjendur þurfa geta hafið störf um miðjan ágúst 2025 eða samkvæmt samkomulagi.
Starf ritara með húsvörslu felst m.a. í því að svara í símann, afgreiða nemendur og sinna algengustu ritarastörfum. Ritarar hafa einnig yfirumsjón með húsnæði og tækjum grunnskólans ,sjá um minni háttar viðhald og lagfæringar á húsnæði og tækjum. Eða það sem til fellur hverju sinni. Vinnutími er að jafnaði frá 8:00-16:00. Gerð er krafa um góða hæfni í samskiptum, góða tölvukunnáttu og góða íslenskukunnáttu. Þá þurfa umsækjendur að vera tilbúnir til að setja sig inn í allskonar mál, vera lausnamiðaðir og jákvæðir.
Umsóknarfrestur er til 7. maí 2025.
Umsóknum ásamt ferilskrá og meðmælendum skal skilað til Þórdísar Þórsdóttur skólastjóra Grunnskóla Hornafjarðar en hún veitir einnig frekari upplýsingar um starfið thordisth@hornafjordur.is , s. 470-8440 eða í síma 6986019
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.
Þeir sem ráðnir eru til starfa í skólanum þurfa að veita heimild til að leitað sé upplýsinga úr sakaskrá hjá Ríkissaksóknara.
Umsóknir gilda í hálft ár frá því umsóknarfrestur rennur út.
Öll kyn hvött til að sækja um. starf-ritara-2025