Skólaliði óskast til starfa
Skólaliði óskast í 100% starf. Starfið felst í gæslu nemenda, ræstingu og aðstoð í matsal. Umsækjendur verða að eiga auðvelt með samskipti við börn og unglinga, vera lausnamiðaðir og jákvæðir.
Vinnutími er að jafnaði frá 7:50-16:00. Hæfniskröfur
• Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum.
• Stundvísi, frumkvæði og metnaður í starfi.
• Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
• Góð íslenskukunnátta (B1 í evrópska tungumálarammanum).
• Hreint sakavottorð (þarf að skila með umsókn).
Laun eru greidd samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til 24.ágúst 2025 Umsóknum skal skilað skriflega til skólastjóra á þar til gerðu umsóknareyðublaði sem er á heimasíðu skólans
https://gs.hornafjordur.is/media/gomul-gogn/starfsumsokn,-eydublad.pdf.
Frekari upplýsingar gefur Þórdís Þórsdóttir skólastjóri í síma 4708440 eða í síma 6986019 og á netfanginu thordisth@hornafjordur.is Starfsumsókn gildir í 6 mánuði frá auglýsingu