Aðstoðarskólastjór við Grunnskóla Hornafjarðar

Grunnskóli Hornafjarðar auglýsir eftir aðstoðarskólastjóra á eldra stigi skólans sem geti hafið störf frá og með 1. ágúst n.k.

Grunnskóli Hornafjarðar auglýsir eftir aðstoðarskólastjóra á eldra stigi skólans sem geti hafið störf frá og með 1. ágúst n.k.

Aðstoðarskólastjóri sér um daglegt skólastarf á sínu skólastigi, heldur utan um stoðþjónustu auk þess að vera hluti af stjórnendateymi skólans og sinna þar með faglegri forystu.

Í Grunnskóla Hornafjarðar verða næsta vetur tæplega 250 nemendur í tvemur aðskildum húsum. Í öðru húsinu er 1. - 6. bekkur en 7. - 10. bekkur í hinu. í skólanum er áhersla á list og verkgreinakennslu um leið og unnið er að bættum árangri í bóklegum greinum. Unnið er eftir hugmyndafræði uppeldis til ábygðar í skólanum og skólinn er bæði grænfánaskóli og heilsueflandi skóli.                                                                                                                                         Í Grunnskóla Hornafjarðar er góður stafsandi og skólinn er vel búinn. Sveitarfélagið er ver starr og þar er blómlegt mannlíf.

Launakjör samkvæmt kjarasamningi KÍ og LS.

Umsóknum um stöður skal skilað skriflega til skólastjóra fyrir 13. apríl n.k. með uppýsingum um menntun, réttindi, starfsreynslu og meðmælendur.

Nánari uppýsingar veitir Þórdís Þórsdóttir skólastjóri í síma 470 8440 - 6986019 - thordisth@hornafjordur.is