Samkeppni um netfang nemenda.

30. sep. 2016

Í skólanum stendur yfir samkeppni um að finna netfang fyrir nemendur skólans. Til stendur að stofna netfang fyrir alla nemendur skólans sem notað verður t.d. við verkefnavinnu  í gegnum google classroom. Allir starfsmenn sveitarfélagsins hafa netfangið @hornafjordur.is og við leitum að sambærilegu fyrir nemendur. Skila skal tillögum í þar til gerðan kassa sem er hjá Döddu og Flóru.