Ronja ræningjadóttir í 5. bekk
5. bekkur E setti upp leikritið Ronja ræningjadóttir og sýndi í Sindrabæ. Krakkarnir buðu samnemendum sínum, starfsfólki skólans og foreldrum á sýninguna. Sögumenn voru Elín Ása og Sunna Lind en með hlutverk Ronju og Birkis fóru Rósa og Björn Ívar. Foreldra þeirra léku Sessilía Sól, Guðmundur Reynir, Magni Snær og Kristbjörg Natalía. Erlendur lék Skalla- Pétur, Óskar lék Styrkár. Aðrir nemednur léku skógarnornir, rassálfa. Friðrik Björn var ljósamaður, Þórgunnur sá um undirleik. Leikstjórn og handritsgerð var í höndum Ernu Gísladóttur.