Lykiltölur í lífi barna í sveitarfélaginu
Foreldrafundir og kynning á niðurstöðum rannsóknarinnar Ungt fólk 2020
Boðað er til funda með foreldrum í 7 . - 10. bekk á næstu dögum þar sem kynntar verða niðurstöður könnunarinnar Ungt fólk sem lögð var fyrir nemendur í 8. - 10. bekk í febrúar. Um leið er þetta framhaldsfundur frá því í janúar.
Foreldrafundir í 7. – 10. bekk
9. bekkur kl. 17:00 þriðjudaginn 19. maí í stofu 5 í Heppuskóla.
7. bekkur kl. 19:30 þriðjudaginn 19. maí í stofu 5 í Heppuskóla.
8. bekkur kl. 17:00 mánudaginn 25. maí í stofu 5 í Heppuskóla.
10. bekkur kl. 19:30 mánudaginn 25. maí í stofu 5 í Heppuskóla.
Fundarefni á öllum fundunum verða niðurstöður könnunarinnar Ungt fólk sem lögð var fyrir nemendur í 8. – 10. bekk í febrúar. Um leið er þetta framhaldsfundur frá því í janúar. Vegna samkomubanns og þrengsla hjá okkur verður fundað með foreldrum hvers árgangs fyrir sig en búið verður að fjalla um niðurstöður könnunarinnar með nemendum fyrir fundinn.
Niðurstöður könnunarinnar eru um margt áhugaverðar en hægt er að nálgast niðurstöðu skýrsluna hér. Kannanir sem þessi gefur okkur færi á að sjá hver staðan er og möguleika á að breyta og bæta og laga það sem við teljum ábótavanta. Töluverður munur er á milli árganga og verður farið yfir þenna mun en fyrst og fremst er fundartíminn hugsaður fyrir foreldra til að stilla saman strengi sína fyrir sumarið. Líklegt er að unglingar muni fá minni vinnu en oft áður og við það eykst tíminn sem nemendur hafa til að „hangsa“ og þá getur ýmislegt gerst.
Gestur fundarins verður Erla Björg Sigurðardóttir félagsmálastjóri.
Sérstök áhersla er lögð á að allir foreldrar mæti því eftir því sem samstaða foreldra er meiri þeim mun betri verður árangurinn.