• 4. bekkur opnar flöskuskeytið
  • Krakkarnir í 4. bekk afhenda 8. bekk flöskuskeytið

Flöskuskeyti

3. okt. 2016

Starfsmaður hafnarinnar fann flöskuskeyti í fjörunni við Hvanneyjarvita. Hann kom skeytinu til krakkanna í 4. bekk sem opnuðu það og lásu skilaboðin. Þegar búið var að opna flöskuna kom í ljós að skeytið var frá nemendum í 8. bekk hér á Höfn og frá Kópavogi en þessir krakkar voru saman á Reykjaskóla síðastliðið vor og útbjuggu skeytið þar, krakkarnir frá Höfn tóku flöskuna með sér og fóru á sjó með Ásgrími á sjómannadaginn og settu hana í sjóinn þá. Nú nokkrum mánuðum seinna eru 4. bekkingar búnir að skila skeytinu til nemenda 8. bekkjar.