Dansvika í grunnskólanum. Bleikur dagur

11. okt. 2016

Hin árlega dansvika er nú í gangi í Grunnskóla Hornafjarðar. Nemendur mæta í einn danstíma á dag alla vikuna og svo lýkur vikunni með danssýningu fyrir fjölskyldur nemenda. Sýningin verður í íþróttahúsinu föstudaginn 14. október kl 12:30. Þar sem föstudagurinn er bleikur dagur eru nemendur hvattir til að vera í einhverju bleiku.  Jón Pétur frá Dansskóla Jóns Péturs og Köru sér um kennsluna líkt og verið hefur undanfarin ár.