Danssýning

14. okt. 2016

Í dag buðu nemendur grunnskólans foreldrum sínum á danssýningu í íþróttahúsinu og var vel mætt. Eins og áður hefur komið fram þá hefur Jón Pétur danskennari verið hjá okkur þessa viku. Í dag er einnig Bleiki dagurinn og var gaman að sjá hvað nemendur, starfsfólk og gestir voru bleik í klæðnaði af því tilefni.