Kátakot - frístundarheimili

Kátakot (frístundarheimili) er starfrækt við Hafnarskóla og er fyrir nemendur í 1-4 bekk. Opnunartími er 13:10 - 16:00 mánudag - föstudag.

Foreldrar eru beðnir að tilkynna veikindi, leyfi eða aðrar breytingar varðandi mætingu, viðveru og að sækja á netfang Kátakots:                                                                                    katakot@hornafjordur.is

Beinn sími er 470 8448.

Sjá nánar um starfið í kynningarbæklingur     þar sem markmið, áherslur í starfi og verð koma fram.

Foreldrum gefst færi á að kynna sér starfssemi Kátakots í tengslum við skólasetningarviðtölin en starfsemi lengdrar viðveru hefst fyrsta kennsludag.

Umsóknareyðublað fyrir Kátakot

Starfsreglur  fyrir Kátakot

Verðskrá

Fjöldi daga í vikuVerðskrá í gildir frá: 01.08.2022 - 31.07.2023
1 dagur í viku2.730 kr. mánuðurinn
2 dagar í viku5.274 kr. mánuðurinn
3 dagar í viku7.721 kr. mánuðurinn
4 dagar í viku10.036 kr. mánuðurinn
5 dagar í viku12.223 kr. mánuðurinn

Fæðisgjald á dag er kr. 137 krónur

Veittur er systkinaafsláttur; 50% með öðru barni og 100% með þriðja barni. Systkinaafsláttur er tengdur á milli skólastiga þannig að foreldrar sem eiga börn á leikskóla fá systkinaafslátt fyrir barn sitt í Kátakoti.

Gjaldskrá fyrir lengda viðveru fylgir vísitölu og er uppreiknuð 1. ágúst ár hvert.