Gagnlegar vefsíður
Bæklingar fyrir foreldra um málþroska barna og lesskilning
Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar hefur í samstarfi við Århus í Danmörku gefið út fjóra bæklinga fyrir foreldra um málþroska og mál- og lesskilning barna. Hér fyrir neðan er hægt að nálgast þessa bæklinga.
Málþroski - sameiginleg ábyrgð - upplýsingar fyrir foreldra barna á aldrinum 0-3 ára.
Málþroski - sameiginleg ábyrgð - upplýsingar fyrir foreldra barna á aldrinum 3-6 ára.
Málskilningur - sameiginleg ábyrgð- upplýsingar fyrir foreldra yngstu grunnskólabarnanna.
Mál og lesskilningur- sameiginleg ábyrgð - upplýsingar til foreldra barna á miðstigi.
Í bæklingunum fyrir foreldra er fjallað um leiðir til að örva
málþroska og mál- og lesskilning barna frá fæðingu og til 12 ára aldurs,
þ.e. þegar þau ljúka miðstigi grunnskóla.
Bæklingarnir, sem bera yfirskriftina Sameiginleg ábyrgð, miða jafnframt að því að efla foreldrasamstarf, en rannsóknir staðfesta að barn tekur meiri framförum og er líklegra til að ná betri árangri hvort heldur í leikskóla, grunnskóla eða frístundastarfi ef gott samstarf er á milli foreldra og starfsfólks.
Málörvun og mál- og lesskilningur er sameiginleg ábyrgð foreldra og skóla og margt má gera til styðja við mál og lestur barna og ungmenna til að úr verði skemmtilegt ferðalag.