Leið til árangurs

Þróunarstarf sem miðar að því að bæta árangur nemenda í Grunnskóla Hornafjarðar

Haustið 2014 hófst markviss vinna við að bæta árangur í lestri og stærðfræði við Grunnskóla Hornafjarðar. Verkefnið er langtímaverkefni og markmiðið að bæta árangur nemenda í samræmdum prófum í 4., 7. og 10. bekk.  

Verkferlar voru mótaðir og fyrirmynd að vinnunni sótt á Reykjanesið þar sem árangur nemenda hefur batnað umtalsvert í kjölfar breyttra vinnubragða.

Unnið er eftir sérstökum áætlunum í lestri og stærfræði og sérstök áhersla lögð á að móta viðbrögð þegar nemendur ná ekki þeim árangri sem búist var við af þeim.

Sérstök áhersla er lög á gott samstarf við foreldra í Leið til árangurs og lögð áhersla á að virkja þá sem mest í lestrarþjálfun og í þjálfun í grunnatriðum stærðfræði.

Unnið hefur verið að læsistefnu fyrir skólann frá byrjun og kom hún fyrst út 2016 og endurskoðuð drög 2018.

Læsistefna Grunnskóla Hornafjarðar drög vorið 2018.