Samstarf

Grunnskóli Hornafjarðar á náið samstarf við marga aðila og er það afar mikilvægt fyrir starfsemi skólans. 

Þannig á hann náið samstarf við leik-, tón-, og framhaldsskólann á staðnum auk ýmissa stofnana í sveitarfélaginu. Samningar hafa verið gerðir um samstarfið m.a. við Menningarmiðstöðina og FAS þar sem ákveðin þjónusta er sótt til þessara stofnana. Einnig hóf grunnskólinn samstarf við Nýsköpunarmiðstöð Íslands í febrúar 2015. Þar sem grunnskólinn og Fab Lab smiðja Hornafjarðar vinna saman með nemendum.

Sérstakur samstarfssamningur hefur verið gerður við ákveðna aðila til að auka fjölbreytni og gæði skólastarfsins. Þessir aðilar eru  Framhaldsskólinn í Austur- Skaftafellssýslu, Tónskóli Austur-Skaftafellssýslu og Ungmennafélagið Sindri.

Grunnskóli Hornafjarðar starfar náið með Háskóla Íslands, Menntavísindasviði og veturinn 2019-2020 voru t.d. allir starfsmenn skólans á námskeiði á vegum Menntavísindasviðs. Grunnskóli Hornafjarðar er einn af heimaskólum í kennaranámi bæði hjá HÍ og HA sem þýðir það að ákveðnir kennaranemar kenna alla æfingakennsluna sína við skólann.