Starfslýsingar

Mikilvægt er að starfsmenn viti til hvers er ætlast af þeim í starfi. Þótt aldrei sé hægt að telja nákvæmlega upp öll störf sem viðkomandi á að sinna þá geta starfslýsingar auðveldað fólki að sinna starfi sínu af trúmennsku og alúð.  Siðareglur kennara skulu í hávegum hafðar hjá öllu starfsfólki skólans.

Siðareglur kennara

  1. Menntar nemendur.
  2. Eflir með nemendum gagnrýna hugsun, virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum, umhverfi og menningu.
  3. Sýnir nemendum virðingu, áhuga og umhyggju.
  4. Skapar góðan starfsanda og hvetjandi námsumhverfi.
  5. Hefur jafnrétti að leiðarljósi.
  6. Vinnur gegn fordómum, einelti og öðru ranglæti sem nemendur verða fyrir.
  7. Kemur vel fram við nemendur og forráðamenn og virðir rétt þeirra.
  8. Gætir trúnaðar við nemendur og forráðamenn og þagmælsku um einkamál þeirra sem hann fær vitneskju um í starfi sínu.
  9. Viðheldur starfshæfni sinni og eykur hana.
  10. Vinnur með samstarfsfólki á faglegan hátt.
  11. Sýnir öðrum fulla virðingu í ræðu, riti og framkomu.
  12. Gætir heiðurs og hagsmuna stéttar sinnar.


Skólastjóri 

Skólastjóri ber endanlega ábyrgð á skólastarfinu og hefur hann tvo aðstoðarskólastjóra með sér við skólastjórnunina. Í starfslýsingu skólastjórnenda er starfi þeirra skipt í sjö svið með misjöfnum áherslum. 

Verkaskipting skólastjórnenda

Yfir skólanum er einn skólastjóri sem hefur aðstöðu í báðum húsum og reynir að skipta sér jafnt milli húsa en þó getur það farið eftir álagi hverju sinn hvar hann er. Skólastjóri er faglegur leiðtogi í skólanum og hefur yfirumsjón með starfsmannamálum. Hann ber ábyrgð á rekstarlegum þáttum skólans og samskiptum við opinbera aðila.

Aðstoðarskólastjórarnir tveir bera ábyrgð á daglegu skólastarfi í því húsi sem þeir sitja og eru faglegir leiðtogar með skólastjóranum. Annar þeirra er staðgengill skólastjóra. Hlutverk aðstoðarskólastjóra er að hafa yfirumsjón með sérkennslu og faglegu starfi á hvoru skólastigi ásamt því að koma að daglegu skólastarfi s.s. umsjón með forföllum, agamálum, viðburðum og fleiru. Þrátt fyrir að aðstoðarskólastjórarnir komi fyrst og fremst að stjórnun á sínu skólastigi taka þeir þátt í samstarfi skólastjórnenda á báðum stigum. Þetta þýðir í reynd að allir skólastjórnendur koma að einhverju leyti að skólastjórn á öllum skólastigum. Tilgangurinn með þessari verkaskiptingu er að reyna að ná fram betri og heildtækari stjórnun sem leiði til betri árangurs.

Skólinn er þjónustustofnun við nemendur, forráðamenn og samfélagið sem hann starfar í. Góður árangur næst ekki nema allir vinni saman og stefni að sama marki. Skólastjórnendur vilja leggja sitt að mörkum til skapa skýra sýn á skólastarfið og ná fram öflugum og árangursríkum skóla. 

1. Daglegt skólastarf

  • Yfirumsjón með forföllum starfsmanna
  • Umsjón með húsnæði og skólalóð
  • Umsjón með skólaakstri
  • Erfið agamál
  • Eineltismál
  • Annar daglegur rekstur.

2. Samskipti við

  • Fræðsluskrifstofa
  • Fræðslu- og tómstundanefnd
  • Skólaráð
  • Nemendaverndarráð
  • Starfsfólk
  • Skólahjúkrunarfræðing
  • Foreldra
  • Nemendur
  • Mennta og menningarmálaráðuneyti
  • Menntamálastofnun
  • Leikskóla
  • FAS.

3. Skipulagning og áætlanagerð:   

  • Stundaskrárgerð
  • Starfsmannafundir
  • Teymisfundir fagteyma
  • Starfsáætlun
  • Funda- og samráðsplan
  • Skóladagatal
  • Handbók nemenda og foreldra
  • Starfsmannalykill
  • Skóla- og bekkjarnámskrár
  • Situr skilafundi milli skólastiga þ.e. leikskóla og framhaldsskóla.

4. Fagleg forysta

  • Stuðlar að því að skólinn sé í forystu meðal skóla á landinu í faglegu starfi
  • Stuðlar að faglegu umhverfi og aðgengi að faglegu efni
  • Sér til þess að stefna skólans sé skýr og sýnileg og er í forystu með að fylgja henni eftir
  • Sér til þess að skólanámskrá sé yfirfarin reglulega
  • Styður við þróunar- og umbótaáætlanir og ræður fólk til að vinna í teymum og framkvæmdahópum
  • Situr í teymum eftir því sem við á
  • Sér um að skipuleggja námskeið sem styðja við þróunar- og umbótaáætlanir skólans
  • Leiðbeinir við gerð námsáætlana hjá kennurum
  • Sér til þess að upplýsingaflæði í skólanum sé virkt
  • Vinnura með starfsmönnum að eflingu á innra starfi grunnskólans. 

5. Starfsmannahald

  • Tryggir eftir því sem unnt er góð starfsskilyrði fyrir starfsfólk
  • Sér til þess að starfsmannastefna sé virk og unnin í samráði við starfsfólk
  • Sér til þess að starfsmannalykill sé reglulega uppfærður í samræmi við skólastarfið hverju sinni
  • Sér um ráðningar starfsfólks í samráði við aðra stjórnendur
  • Vinnur að námskeiðahaldi fyrir starfsmenn
  • Sér um og undirbúa starfsmannaviðtöl samkvæmt skipuriti
  • Yfirfer starfslýsingar með öðrum stjórnendum
  • Er yfirmaður teymisstjóra.

6. Fjármál

  • Gerð fjárhagsáætlunar og eftirlit með henni
  • Gerð launaáætlunar og eftirlit með henni
  • Samþykkir reikninga
  • Kennslustundafjöldi
  • Skólaakstur
  • Áætlun um viðhald skólahúsa
  • Áætlun um kaup á kennslutækjum og búnaði
  • Innkaup námsefnis og kennslugagna
  • Útboð ýmissa þátta í rekstri skólans. 

7. Félagsstörf

  • Styður við félagsstarf í grunnskólanum.

Aðstoðarskólastjórar

 1. Daglegt skólastarf

  • Finna fólk til að sinna forföllum á stiginu
  • Agamál
  • Skipulag í kringum viðburði á skólastiginu
  • Skipulag í kringum sérfræðinga sem sinna greiningum og ráðgjöf á stiginu
  • Stuðningur og ráðgjöf til stuðningsfulltrúa
  • Önnur verkefni sem geta verið breytileg milli ára allt eftir þörfum í skólanum hverju sinni

2. Samskipti við

  • Sálfræðing
  • Talmeinafræðing
  • Aðra sérfræðinga
  • Skólahjúkrunarfræðing
  • Heilsugæslu 
  • Foreldra
  • Nemendur
  • Fræðsluskrifstofa
  • Málefni fatlaðra
  • Hljóðbókasafn
  • Atvinnulífið eins og þörf er hverju sinni í tengslum við nemendur með sérþarfir.

3. Skipulagning, áætlanagerð:

  • Gera tillögu að áætlun um fjölda stunda í sérkennslu
  • Skipuleggja stuðningsúrræði og gera stundatöflur fyrir stuðningsfulltrúa
  • Skipuleggja starfsemi námsvera með sérkennurum
  • Skipuleggja fundi nemendaverndarráðs og halda þá á 6 vikna fresti
  • Skipuleggja heimsóknir sérfræðinga í skólann og sitja skilafundi
  • Skipuleggja samstarf innan stoðþjónustunnar og stoðþjónustunnar við kennara
  • Sjá um að sækja um frávik og undanþágur fyrir nemendur með greiningar og sérþarfir vegna samræmdra könnunarprófa til Menntamálastofnunar fyrir nemendur í 4., 7. og 9. bekk ásamt sérkennurum og umsjónarkennurum
  • Sjá um að nemendum með lestrar- og námsörðugleika og/eða athyglis- og hegðunarerfiðleika séu búnar viðhlítandi aðstæður við próftöku t.d. munnleg próf, stækkað letur á prófverkefnum, lengri próftími o.fl.
  • Hafa yfirumsjón með skjalaskáp þar sem haldið er utan um persónumöppur nemenda – sjá um að skrá nýjar greiningar sem koma og upplýsa aðra starfsmenn um þær og fleira
  • Aðstoðarskólastjóri á eldra stigi heldur utan um val og smiðjur á unglingastigi
  • Áætlanir um skemmtanir, vettvangsferðir og ferðalög
  • Skipulag prófa, próftafla
  • Skipuleggur skilafundi milli skólastig

4. Fagleg forusta

  • Styðja við faglega þróun á skólastiginu í samræmi við stefnu skólans
  • Hafa yfirumsjón á faglegum málum í stoðþjónustuúrræðum skólans
  • Styðja við sérkennara og kennara
  • Eru í forystu þegar kemur að einstaklingsmiðun og í því að vinna eftir hugmyndafræði skóla án aðgreiningar
  • Veita ráðgjöf starfsmönnum sem sinna stoðþjónustu
  • Halda utan um starf nemendaverndarráðs
  • Koma með tillögur að námskeiðum sem styðja við faglega þróun í skólanum.  


 5. Starfsmannahald

  • Sjá um að áætla sérkennsluþörf hverju sinni og þörf fyrir stuðningsfulltrúa og þroskaþjálfa
  • Sjá að hluta til um frammistöðusamtöl og starfsmannasamtöl.

 7. Félagsstörf

  • Ráðgjöf vegna félagsmála fyrir nemendur með sérþarfir
  • Umsjón með viðburðum á stiginu.


Umsjónarkennari 

Í skólastarfinu er umsjónarkennarinn lykilpersóna. Hann er sá aðili sem þekkir nemendur öðrum fremur og getur veitt þeim þann stuðning og aðhald sem þurfa þykir. Í skólastarfinu er umsjónarkennarinn einnig tengiliður heimilis og skóla. Hlutverk umsjónarkennara er m.a. að hlutast til um andlega og líkamlega velferð nemenda sinna í samvinnu við foreldra eftir þörfum.

Umsjónarkennarar ræða við nemendur sína og fjalla almennt um þau mál sem snúa að vinnu, umgengnisreglum auk mála sem upp kunna að koma í einstökum bekkjardeildum.

Umsjónarkennarinn hefur samband við foreldra/forráðamenn svo oft sem þurfa þykir. Hann skal t.d. hafa samband við foreldra/forráðamenn ef umsjónarnemendur hans gleyma bókum, sinna ekki heimanámi, sýna af sér ókurteisi eða vítaverða framkomu, leggja aðra nemendur í einelti, skrópa eða koma oft seint í kennslustundir. Einnig er mikilvægt að umsjónarkennarinn hafi samband þegar vel gengur. Gott samstarf við heimili tryggir góða skólagöngu nemenda og þá þarf líka að halda góðu atriðunum á lofti.

Forráðamenn eru hvattir til að hafa samband við viðkomandi umsjónarkennara svo oft sem þurfa þykir. Sjá má viðtalstíma umsjónarkennara í mentor.

Umsjónarkennari:

  • Hefur umsjón með sínum umsjónarbekk og sinni heimastofu.
  • Fylgist með námi og þroska allra nemenda sinna og leitast við að skapa kennsluaðstæður sem eru hvetjandi til náms, vinnusemi og þroska.
  • Fylgist með samskiptum nemenda sinna innbyrðis og grípur strax inn ef minnsti grunur leikur á einelti og fylgir þá vinnuferli eineltisáætlunar.
  • Hefur samband við forráðamenn eftir þörfum.
  • Vinnur náið með öðrum kennurum umsjónarnemenda sinna. Vinnur einnig með öðrum kennurum stigsins eftir því sem við á.
  • Situr starfsmanna-, kennara-, stigsfundi og aðra þá fundi sem skólastjórnin felur honum.
  • Tekur þátt í vinnu við skólanámskrá og öðru faglegu starfi eftir því sem við verður komið
  • Tekur við og leitar eftir upplýsingum um hegðun, námsframvindu o.fl. hjá faggreinakennurum og öðrum upplýsingum sem þeir þurfa að koma á framfæri.
  • Færir heimavinnu, einkunnir og umsagnir inn í Mentor og spjaldskrá skólans.
  • Starfar eftirsiðareglum kennara .

Hlutverk umsjónarkennara gagnvart námsaðstoð og sérkennslu

  • Ber ábyrgð á öllum nemendum úr umsjónarbekknum.
  • Er með samráðsfundi með sérkennara, þroskaþjálfa og stuðningsfulltrúa ef við á um nemendur sem þurfa sérkennslu.
  • Vinnur að gerð einstaklingsnámskráa með sérkennarar eins og við á.

  • Situr í þjónustuteymi fyrir umsjónarnemendur þegar við á.
  • Undirbýr tilvísanir í samráði við sérkennara og aðstoðarskólastjóra.
  • Sér um að nemendur hafi námsefni við hæfi í samráði við sérkennara.
  • Sér um að gera samninga við forráðamenn ef kemur til þess að námi nemanda sé frestað í einstökum námsgreinum í samráði við aðstoðarskólastjóra.

Hlutverk umsjónarkennara gagnvart félagslífi og vettvangsferðum nemenda

·         Hefur umsjón með og fer í vettvangsferðir í samráði við aðra kennara í árganginum.
·         Hefur umsjón með undirbúningi og framkvæmd ýmisskonar skemmtidagskrár síns bekkjar.
·         Hefur umsjón með bekkjarkvöldum og sér um annað félagslíf með nemendum innan skólans.


  Hlutverk umsjónarkennara gagnvart agavandamálum sem upp koma

  • Fyrst ræðir kennarinn einu sinni eða oftar einslega við viðkomandi nemanda. Vanti nemanda gögn eða skili ekki heimanámi er um að gera að láta foreldra strax vita því oft muna nemendur ekki eftir þessu þegar heim er komið og yngri nemendur geta jafnvel ekki borið ábyrgðina. Stundum þarf að sinna þessum hlutum aftur og aftur og með því að vera sífellt að fer að ganga betur hjá nemandanum. Gott er að punkta hjá sér þessi viðtöl.
  • Beri það ekki árangur, hefur umsjónarkennarinn samband við forráðamenn og er það skráð í dagbók viðkomandi nemanda í mentor.
  • Bæti nemandinn sig ekki, boðar umsjónarkennari bæði forráðamenn og nemanda í viðtal. Niðurstöður þess eru skráðar í dagbók nemandans og einnig hverjir mættu á fundinn. Á þessu stigi málsins má leita aðstoðar námsráðgjafa, lausnateymis eða annarra sem að liði gætu orðið. Komi enn í ljós að misbrestur sé á að nemandinn sinni námi sínu, er máli hans vísað til skólastjóra.

Sérkennari

Sérkennari sér um að halda utan um þá nemendur sem þurfa meiri aðstoð og lengri tíma en aðrir nemendur. Það getur verið vegna námlegrar stöðu, félagslegra þátta, hegðunar, samskipta eða annars. Sérkennari sinnir nemendunum beint en er einnig til stuðnings við aðra kennara og starfsmenn eftir þörfum. Sérkennari situr í kennsluteymi þeirra árganga sem hann sinnir. Sérkennari situr gjarnan í teymum um nemendur og getur tekið að sér samskipti við heimili sé málum þannig háttað. Forráðamenn eru hvattir til að hafa samband við sérkennara barns síns svo oft sem þurfa þykir

  • Vinnur í samstarfi við umsjónarkennara, faggreinakennara, þroskþjálfa og stuðningsfulltrúa ákveðinna árganga.
  • Kennir nemendum sem þurfa sérkennslu í bekk eða utan hans.
  • Gerir einstaklingsnámskrár hjá sérkennslunemendum sem þess þurfa í nánu samráði við umsjónarkennara og/eða viðkomandi faggreinakennara.
  • Endurskoðar einstaklingsnámskrár við annaskil í nánu samráði við umsjónarkennara og þá starfsmenn sem koma að vinnu með nemandanum
  • Skipuleggur og aðstoðar við kennslu nemenda sem vikið hafa verulega frá í skimunum og prófum.
  • Veitir stuðningsfulltrúa ráðgjöf varðandi námsgögn og vinnulag í samráði við aðstoðarskólastjóra og umsjónarkennara/faggreinakennara.
  • Finnur námsefni og námsgögn sem hann aðlagar að þörfum nemenda í samstarfi við umsjónarkennara eða viðkomandi faggreinakennara.
  • Aðstoðar nemendur með agavandamál og veitir kennurum og öðrum starfsmönnum ráðgjöf eftir því sem við á.
  • Gerir vorskýrslur og einstaklingsnámskrár í lok starfsárs fyrir alla nemendur sem fá sérstaka aðstoð og kennslu.
  • Gerir einstaklingsnámskrár tilbúnar til undirritunar í skólasetningarviðtali ásamt umsjónarkennara og situr viðtölin þar sem farið er yfir námskrána.
  • Hefur samstarf við foreldra í samráði við umsjónarkennara.
  • Hefur samstarf við umsjónarkennara eða viðkomandi faggreinakennara um námsmat og próftöku nemenda með sérþarfir.
  • Sér um að nemendum með lestrar- og námsörðuleika séu búnar viðhlítandi aðstæður við próftöku t.d. munnleg próf, stækkað letur á prófverkefnum, lengri próftíma o.fl..
  • Aðstoðar umsjónarkennara við skipulagningu og framkvæmd námsferða og óhefðbundinna skóladaga með tilliti til nemanda með sérþarfir.
  • Hefur umsjón með námsgögnum til sérkennslu og sérkennslustofu.
  • Situr í nemendaverndarráði eftir því sem við á og situr starfsmannafundi, kennarafundi, stigsfundi og aðra þá fundi sem skólastjórn ætlast til að hann taki þátt í.
  • Tekur þátt í vinnu við skólanámskrá og öðru faglegu starfi eftir því sem við verður komið.
  • Situr skilafundi með sérfræðingum eftir því sem við á.
  • Tekur þátt í undirbúningi tilvísana í samráði við aðstoðarskólastjóra og umsjónarkennara.
  • Starfar eftir siðareglum kennara.


Faggreinakennari / grunnskólakennari

Faggreinakennarar kenna ákveðna kennslugrein þar sem þeir flétta gunnþáttum skólastarfsins inn í kennsluna ásamt lykilhæfninni. Faggreinakennarar vinna með umsjónarkennurum, sérkennurum, þroskaþjálfa og stuðningsfulltrúa eftir þörfum og koma að teymisvinnu og skipulagi skólastarfs eins og kostur er.

  • Fylgist með námi og þroska allra nemenda sinna og leitast við að skapa kennsluaðstæður sem eru hvetjandi til náms, vinnusemi og þroska.
  • Gerir kennsluáætlanir fyrir hverja önn þar sem fram kemur hvernig námsmati verður háttað
  • Færir heimavinnu, einkunnir, umsagnir og mætingu inn í Mentor eftir því sem við á.
  • Er með samráðsfundi með sérkennara, þroskaþjálfa og stuðningsfulltrúa ef við á um nemendur sem þurfa sérkennslu.
  • Vinnur að gerð einstaklingsnámskráa með sérkennarar eins og við á.
  • Tekur þátt í vinnu við skólanámskrá og öðru faglegu starfi eftir því sem við verður komið.
  • Tekur þátt í samstarfi við aðra kennara.
  • Hefur umsjón með sérgreinastofu og kennslutækjum.
  • Sér um frágang að vori og innkaup fyrir næsta skólaár.
  • Situr starfsmannafundi, kennarafundi, stigsfundi og aðra þá fundi sem skólastjórn ætlast til að faggreinakennari taki þátt í.
  • Leysir úr vandamálum sem upp kunna að koma hjá nemendum.
  • Fyrst ræðir kennarinn einu sinni eða oftar einslega við viðkomandi nemenda.
  • Beri það ekki árangur, hefur kennarinn samband við umsjónarkennara og leitar eftir aðstoð þar.
  • Sérgreinakennari hefur samband við foreldra ef þarf en mikilvægt er að gera það í samráði við umsjónarkennara.
  • Starfar eftir siðareglum kennara.

 Þroskaþjálfi  

Þroskaþjálfi hefur það verksvið að sinna nemendum sem eru með þroskafrávik, fötlun eða önnur sértæk vandamál. Hann sér um skipulagningu og undirbúning þjónustu sem þessir nemendur þarfnast.

Starf þroskaþjálfa miðar fyrst og fremst að því að auka færni og sjálfstæði nemenda, félagslega, námslega og í athöfnum daglegs lífs. Starfið tekur mið af einstaklingsnámskrá og hefur það að markmiði að draga smám saman úr þörf nemenda fyrir stuðning í þeim tilvikum þar sem það er hægt. Þroskaþjálfi starfar innan og utan almennra bekkjardeilda allt eftir þörfum nemenda hverju sinni.

  • Vinnur í samstarfi við umsjónarkennara og annað starfsfólk.
  • Heldur utan um gerð einstaklingsnámskráa hjá nemendum með fötlun og öðrum nemendum sem hann sinnir í nánu samráði við umsjónarkennara og/eða viðkomandi faggreinakennara.
  • Heldur utan um endurskoðun einstaklingsáætlana að vori í nánu samráði við umsjónarkennara eða viðkomandi faggreinakennara.
  • Finnur námsefni og námsgögn við hæfi í samstarfi við umsjónarkennara eða viðkomandi faggreinakennara.
  • Veitir stuðningsfulltrúa ráðgjöf varðandi námsgögn og vinnulag í samráði við aðstoðarskólastjóra og umsjónarkennara/faggreinakennara.
  • Gerir sérkennsluskýrslur í lok starfsárs ef við á.
  • Hefur samstarf við foreldra í samráði við umsjónarkennara.
  • Hefur samstarf við umsjónarkennara eða viðkomandi faggreinakennara um námsmat og próftöku nemenda sem hann hefur umsjón með.
  • Sér um að nemendum með lestrar- og námsörðugleika séu búnar viðhlítandi aðstæður við próftöku t.d. munnleg próf, stækkað letur á prófverkefnum, lengri próftíma o.fl..
  • Aðstoðar umsjónarkennara við skipulagningu og framkvæmd námsferða og óhefðbundinna skóladaga með tilliti til nemanda með sérþarfir.
  • Situr kennarafundi, árgangafundi og aðra þá fundi sem skólastjórn ætlast til að hann taki þátt í.
  • Tekur þátt í vinnu við gerð skólanámskrár og ýmissa áætlana innan skólans.
  • Stýrir þjónustuteymum nemenda sem hann hefur umsjón með.
  • Veitir samstarfsfólki ráðgjöf vegna þroskafrávika og fötlunar nemenda sinna.
  • Veitir nemendum umönnun og aðstoð við persónulega þætti innan skólans ef við á.
  • Situr skilafundi með sérfræðingum eftir því sem við á.
  • Hefur samráð við greiningarstofnanir.
  • Tekur þátt í undirbúningi tilvísana í samráði við aðstoðarskólastjóra og umsjónarkennara.
  • Starfar eftir siðareglum kennara

Stuðningsfulltrúi

Stuðningsfulltrúi er kennara og sérkennara til aðstoðar við að sinna nemendum sem þurfa sérstaka aðstoð eða að aðstoða við bekkjarstarf í einstaka hópum eða bekkjardeildum. Starfið miðar fyrst og fremst að því að auka færni og sjálfstæði þessara nemenda, félagslega, námslega og í daglegum athöfnum. Starfið tekur mið af þar til gerðri áætlun og hefur það að markmiði að draga smám saman úr þörf fyrir stuðning í þeim tilvikum þar sem það er hægt.

Stuðningsfulltrúi starfar innan og utan almennra bekkjardeilda allt eftir þörfum nemenda hverju sinni. Næsti yfirmaður stuðningsfulltrúa er aðstoðarskólastjóri en dagleg verkstjórn er í höndum kennara. Faglegur stuðningur við stuðningsfulltrúa er í höndum aðstoðarskólastjóra sérkennara og þroskaþjálfa.

  • Aðstoðar nemendur við athafnir daglegs lífs s.s. að klæðast, matast og við persónulegt hreinlæti. 
  • Aðstoðar nemendur til virkrar þátttöku í skólastarfi.
  • Aðstoðar nemendur við að ná settum markmiðum samkvæmt aðalnámskrá / einstaklingsnámskrá undir leiðsögn kennara.
  • Aðlagar verkefni að getu nemenda samkvæmt leiðbeiningum kennara.
  • Ýtir undir færni og sjálfstæði nemenda í námi og athöfnum daglegs lífs t.d. með því að hvetja þá til að gera sem mest sjálfa og hrósa þeim fyrir viðleitni í þá átt.
  • Aðstoðar nemendur við að fylgja settum reglum um hegðun, umgengni og vinnubrögð.
  • Styrkir jákvæða hegðun nemenda með hvatningu og hrósi eða samkvæmt ákveðnu umbunarkerfi.
  • Vinnur gegn neikvæðri hegðun samkvæmt umbunarkerfi ef við á, með áminningum eða með því að forða nemanda úr aðstæðum sem hann ræður ekki við.
  • Aðstoðar nemendur við að taka þátt í félagslegum samskiptum innan og utan skólastofunnar í anda uppeldis til ábyrgðar og leiðbeinir þeim í samskiptum þeirra við aðra nemendur og starfsfólk skólans.
  • Fer út á frímínútnavakt eftir frekara skipulagi.
  • Veitir nemendum félagslegan stuðning með því að hlusta á frásagnir þeirra og reynslu og spjalla við þá þegar aðstæður leyfa.
  • Fylgir einum eða fleiri nemendum á ferðum þeirra um skólann, milli húsa, í frímínútum og vettvangsferðum og aðstoðar þá eftir þörfum.
  • Situr samráðsfundi með umsjónarkennara og fleirum ef við á.
  • Situr starfsmannafundi, deildarfundi, stigsfundi, fag- og foreldrafundi eftir því sem við á.
  • Getur eftir aðstæðum einnig sinnt öðrum nemendum í bekknum, m.a. til að kennari geti aðstoðað nemendur með sérþarfir.
  • Vinnur eftir stefnu skólans og þeim anda sem þar er, að allir hjálpist að.
  • Annast önnur þau störf sem honum kunna að vera falin af yfirmanni og falla innan eðlilegs starfssviðs hans.

Fagstjóri

Meginhlutverk fagstjóra er að stuðla að því að skipuleggja kennslu í einstökum námsgreinum og vera faglegur ráðgjafi skólans í einstökum námsgreinum. Fagstjórar starfa undir stjórn þess skólastjóra sem fer með fagleg málefni skólans hverju sinni. Fagstjóri samhæfir kennslu, markmið og val námsefnis í sínu fagi í hverjum árgangi. Fagstjóri;

  • Leiðir samstarf þeirra sem kenna fagið og heldur sameiginlega samráðsfundi.
  • Vinnur að skipulagi námsmats og leiðir vinnu við skólanámskrá sem að hans fagi snýr.
  • Hefur yfirsýn yfir kennsluaðferðir og námsefni í greininni.
  • Er ráðgefandi um hvað skuli kennt og hvernig.
  • Gengur eftir að námsáætlanir séu gerðar og þeim haldið til haga svo aðrir geti nýtt sér þær.
  • Er leiðandi við prófagerð.
  • Leiðbeinir nýjum kennurum varðandi kennslu og námsefni þeirrar greinar sem viðkomandi er fagstjóri yfir. Aðstoðar aðra kennara eftir því sem aðstæður gefa tilefni til.
  • Er tengiliður við skólastjórn og gerir henni grein fyrir starfinu.
  • Fylgist með nýjungum í skólastarfi, sækir námskeið, kynningarfundi og aðra fundi er tengjast starfinu.
  • Ber ábyrgð á að eðlileg samfella sé í námi milli árganga.
  • Sinnir öðrum þeim störfum sem skólastjórn kann að fela viðkomandi.

Teymisstjórar í verkefnateymum

Verkefnateymi skólans eru Heilbrigði og velferð (HOV), Leið til árangurs (LTÁ) og sjálfsmat. Teymisstjórar sjá um að halda utan um þróunarvinnu í skólanum sem tilheyrir því teymi sem þeir leiða. Þeir vinna eftir þróunaráætlun og sjá til þess að hún komist í framkvæmd í skólanum.
  • Teymisstjórar skulu kalla teymið saman á fyrstu dögum skóla og fara yfir verkefni vetrarins.
  • Teymisstjórar sjá um að boða alla fundi með dagskrá og sjá til þess að fundargerðir séu ritaðar.
  • Milli funda teymisins vinna teymisstjórar þá vinnu sem ákveðin hefur verið og kalla eftir þeirri aðstoð sem þarf – sú aðstoð getur bæði verið frá stjórnendum, úr teyminu eða frá öðrum.
  • Á fundum teymisins er farið yfir vinnuna með teyminu, sóst eftir ábendingum og samtali.
  • Að vori uppfærir teymisstjóri þróunaráætlunina fyrir næsta skólaár og ber undir teymið.
  • · Teymisstjórar uppfæra heimasíðuna með tilliti til verkefna sem verið er að vinna og áherslna í teyminu.
  • Á skóladagatali er búið að taka frá fundartíma fyrir teymin. Teymisstjórar geta svo ákveðið auka fundi á t.d. skipulagsdögum eða á öðrum tíma sem hentar eða ef verkefni kalla á slíkt.
  • Teymin fá fundartíma einn mánudag í mánuði til að funda með öllum skólanum eða ákveðnum hópum innan skólans.

Skólasafnvörður

·      Sér um safngæslu og daglega umsjón.
·      Kynnir safnið.
·      Sér um útlán bóka og annarra gagna.
·      Leiðbeinir nemendum og kennurum á safni.
·      Hefur samvinnu við Menningarmiðstöðina.
·      Hefur samvinnu við kennara.
·      Sér um innkaup á bókum, myndböndum, geisladiskum og öðrum gögnum.
·      Sér um frágang bóka.
·      Kennir á skólasafni og útbýr verkefni vegna safnkennslu.
·      Sinnir nemendum sem fá að vera tímabundið á safninu í samráði við umsjónarkennara eða sérkennara.

Ritari með húsvörslu

Starfsmaður lýtur daglegri verkstjórn skólastjóra sem ræður hann til starfa og ber ábyrgð á störfum hans. Starfsmaður er bundinn trúnaði við skólastjóra og er bundinn þagnarheiti um þau atriði er varða nemendur, foreldra og starfsfólk skólans persónulega.

Starfsmaður tekur þátt í uppeldis- og umsjónarstarfi og öðrum þeim störfum sem fram fara innan skólans. Megináhersla er lögð á velferð og vellíðan nemenda og ber að stuðla að því að umgengni við skólahúsnæðið verði ætíð sem best.

Starfsmaður hefur umsjón með skólahúsnæðinu og sér til þess að það sé lagfært sem aflaga fer.

Ritari með húsvörslu

  • Sér um að opna skólann á morgnana og læsa honum síðdegis.
  • Sér um daglega afgreiðslu og símavörslu á skrifstofu skólans.
  • Tekur á móti þeim sem eiga erindi við starfsfólk skólans.
  • Annast bréfaskriftir, skýrslugerð, ljósritun og annað sem til fellur fyrir skólastjórnendur.
  • Annast ljósritun fyrir kennara eftir því sem aðstæður leyfa.
  • Heldur utan um tölvu- og ipadskápa og fylgist með að tækjum sé skilað í skápan og þau hlaðin.
  • Aðstoðar við utanumhald á hljóðbókum fyrir nemendur og setur þær inn á tækin þeirra.
  •  Setur fréttir inn á heimasíðu skólans og heldur utan um heimasíðuna eftir þörfum.
  • Aðstoðar við Jamf, school manager og google classroom eða þau utanumhaldskerfi sem notuð eru við tölvur og ipada í skólanum hverju sinni.
  • Sér um lyfjagjafir til ákveðinna nemenda samkvæmt fyrirmælum hjúkrunarfræðings.
  • Sér um póstsendingar og annast ýmsar sendiferðir.
  • Sér um móttöku á námsbókum/námsgögnum frá nemendum og lagar bækur eftir því sem þörf er.
  • Sér um nemendaspjaldskrá. Sér um allar skráningar í Mentor svo sem nýskráningar, fjarvistir nemenda og forföll starfsmanna.
  • Sér um pantanir og innkaup á hreinlætisvörum, pappír, ritföngum, vörum til ræstinga, vörum vegna kaffistofu, vörum frá MMS, o.fl. vegna daglegs reksturs í samræmi við innkaupastefnu sveitarfélagsins.
  • Sér um vörslu og afhendingu á ritföngum til nemenda.
  • Tekur við beiðnum og athugasemdum um daglegt viðhald og bilanir og beiðnum um kaup á vörum til daglegs reksturs.
  • Er tengiliður við umsjónarmann fasteigna bæjarfélagsins.
  • Sér um að koma beiðnum um úrbætur vegna bilana til umsjónarmanns fasteigna.
  • Fylgist með ræstingum og sér til þess að allt sem þarf til þeirra sé til í skólanum.
  • Hefur umsjón með húseign, tækjum og innanstokksmunum skólans. Mætir áður en starfsemi hefst í skólanum til þess að sjá til þess að hiti, lýsing og loftræsting sé fullnægjandi og að kerfi þess starfi rétt. Sami háttur skal hafður á við lok skóladags.
  • Sér til þess að umhverfi skólans og aðkoma starfsmanna og nemenda sé með viðhlítandi hætti hvað varðar öryggi.
  • Veitir fyrstu hjálp ef slys eða óhapp ber að höndum.
  • Sér til þess að húsgögn og tæki séu flutt á milli staða ef þörf er á.
  • Annast móttöku á aðföngum til skólans.
  • Annast húsvörslu á þeim tímum sem húsnæði skólans er í notkun utan daglegs skólatíma samkvæmt gildandi reglum.
  • Annast önnur þau störf er skólastjóri kann að fela honum og fallið geta að ofantöldum markmiðum.
Starfsmaður hefur ávallt samband við skólastjóra og eftirlitsmann fasteigna ef ástæða þykir til. Hann ber ábyrgð á að þau verk, sem við blasa, verði unnin. Sé starfsmaður í leyfi eða öðru fríi (jól og páskar) tekur eftirlitsmaður fasteigna að sér húsvörslu í viðkomandi skólum.

Skólaliði og matráður

Starfsmaður er ráðinn af skólastjóra og lýtur daglegri verkstjórn hans. Skólastjóri ber ábyrgð á störfum starfsmanns. Starfsmaður á í samskiptum við börn, foreldra, kennara, stjórnendur og er í tengslum við allar starfsstéttir skólans.  Starfsmaður er bundinn þagnarheiti um þau atriði er varða nemendur, foreldra og starfsfólk skólans persónulega.
Starfsmaður tekur þátt í uppeldis- og þjónustustarfi og öðrum þeim störfum sem fram fara innan skólans þar sem megináhersla er lögð á velferð og vellíðan nemenda. Starfsmanni ber að stuðla að því að umgengni við skólahúsnæðið verði ætíð sem best. Starfsmaður annast gæslu nemenda innan og utan skólans ýmist með kennurum eða í fjarveru þeirra. Skólaliði og matráður skulu hafa með sér gott samstarf.
Starfsmaður sér um ræstingu eftir nánara skipulagi og lætur starfsfólk vita ef umgengni er ábótavant. Við ræstingar skal leitast við að nota eins umhverfisvæn ræstiefni og kostur er.

Skólaliði
•    Mætir klukkan 7:50 og sinnir gangavörslu eða gangbrautavörslu fram að kennslu.  Fer inn í stofur og spjallar við nemendur.
•    Annast gæslu nemenda í frímínútum og biðtímum.  
•    Aðstoðar nemendur í anda uppeldis til ábyrgðar og leiðbeinir þeim í samskiptum þeirra við aðra nemendur og starfsfólk skólans.
•    Annast almenna gangavörslu og eftirlit með umgengni nemenda um skólann og meðferð þeirra á munum og búnaði í eigu hans.
•    Annast gæslu í matsal og aðstoðar nemendur eftir þörfum þar.
Sér um innkaup á ávöxtum fyrir skólann.
•    Aðstoðar við að skera niður ávexti fyrir nemendur og dreifir þeim í stofur.
•    Aðstoðar við skömmtun á mat og frágang og uppvask í mötuneyti eftir mat.
•    Fylgir nemendum í íþróttir og sinnir baðvörslu í skólasundi og íþróttum í samstarfi við starfsmenn sundlaugar og skólastjórnendur.
•    Annast eftirlit með að nemendur gangi frá útiskóm í skóhillur og aðstoðar eftir þörfum.
•    Reynir eftir því sem unnt er að koma í veg fyrir einelti í frímínútum og biðtíma.
•    Sér um allan þvott sem tilheyrir skólanum, t.d. úr eldhúsi, stofum og ræstingu.
•    Veitir fyrstu hjálp ef slys eða óhapp ber að höndum.
•    Fer í vettvangsferðir með nemendum þegar við á.
•    Situr yfir í prófum.
•    Skólaliði leitar aðstoðar viðkomandi umsjónarkennara eða skólastjórnenda við störf sín ef hann telur ástæðu til. 
•    Skólaliði sinnir daglegri ræstingu í skólanum, ræstingu og uppvaski í matsal, ræstingu og uppvaski á kaffistofu starfsmanna, ræstingu á starfsdögum og árlegri hreingerningu á skólanum á sumrin.
•    Sinnir einnig þeim verkefnum sem stjórnendur skólans fela honum og geta fallið að ofangreindum atriðum.
•    Vinnur í anda heilsueflandi grunnskóla og umhverfisstefnu skólans. Starfsmaður skal huga að efnanotkun, flokkun úrgangs og gæta hreinlætis í hvívetna.


Matráður
Um er að ræða starf matráðs við Grunnskóla Hornafjarðar. Vinnur að mestu sams konar vinnu og skólaliði varðandi þrif en á staðbundnara svæði sem er eldhúsið, matsalurinn, snyrtingar og anddyrið á því svæði. Matráður fer ekki út á gæslu. Matráður og skólaliði skulu hafa með sér gott samstarf.

  • Umsjón með matsal í Grunnskóla Hornafjarðar.
  • Móttaka á mat frá verktaka.
  • Framreiðsla á mat og umsjón með hádegismat nemenda.
  • Framreiðsla í kaffitíma í lengdri viðveru
  • Annast gæslu í matsal.
  • Aðstoðar nemendur eftir því sem þörf krefur.
  • Stuðlar að góðum samskiptum í anda uppeldi til ábyrgðar.
  • Reynir eftir því sem unnt er að koma í veg fyrir einelti.
  •  Minniháttar matseld s.s. á starfsdögum og bakstur fyrir nemendaferðir.
  • Sér um innkaup á mjólk og í salatbar fyrir skólann.
  • Sér um innkaup á matvörum fyrir lengdu viðveruna.
  • Sér um allan þvott á leirtaui og því sem tilheyrir matsalnum.
  • Þrif á matsal þar með talið borðum og stólum.
  • Þrif á anddyri og salernum við mötuneyti.
  • Aðstoðar á kaffistofu starfsfólks eftir því sem tækifæri gefst til.
  • Aðstoðar skólaliða á starfsdögum, haust og vordögum eftir því sem tækifæri gefst til.
  • Sækir fundi og námskeið eftir því sem við á.
  • Sinnir einnig þeim verkefnum sem stjórnendur skólans fela honum og geta fallið að ofangreindum atriðum.
  • Vinnur í anda heilsueflandi grunnskóla og umhverfisstefnu skólans. Hann skal huga að efnanotkun, flokkun úrgangs og gæta ýtrasta hreinlætis við meðferð matvæla og mataraðstöðu.

Námsráðgjafi

Námsráðgjafi vinnur ásamt öðrum starfsmönnum skólans að ýmsum velferðarmálum er tengjast námi, líðan og framtíðaráformum nemenda. Námsráðgjafi vinnur bæði með einstaklinga og hópa.
Helstu viðfangsefni námsráðgjafa eru að:

·      Veita nemendum ráðgjöf um náms- og starfsval og veita þeim fræðslu um nám, störf og atvinnulíf. Námsráðgjafi sér m.a.
        um starfskynningar í 10. bekk.
·      Veita nemendum ráðgjöf í einkamálum þannig að þeir eigi auðveldara með að ná settum markmiðum í námi sínu.
·      Vinna náið með fulltrúum stoðþjónustu við úrlausn einstakra mála.
·      Leiðbeina nemendum um vinnubrögð í námi, t.d. með því að bjóða upp á námskeið í námstækni.
·      Aðstoða nemendur við að gera sér grein fyrir eigin áhugasviðum og meta hæfileika sína raunsætt miðað við nám og störf.
·      Taka á móti nýjum nemendum og veita þeim stuðning.
·      Undirbúa flutning milli skólastiga og fylgja nemendum eftir inn í framhaldsskóla.
·      Sinna fyrirbyggjandi starfi, t.d. vörnum gegn vímuefnum, einelti og ofbeldi í samstarfi við starfsmenn skólans og aðra svo
       sem starfsmenn æskulýðs- og íþróttamála og skólasálfræðing. 

Samvinna milli nemanda og námsráðgjafa er grundvöllur þess að ráðgjöfin nýtist nemandanum. Nemendur geta leitað beint til námsráðgjafa eða verið vísað til hans af kennurum, forráðamönnum eða skólastjórnendum. Forráðamenn geta leitað beint til námsráðgjafa. Námsráðgjafi er við í skólanum frá kl. 8:00–16:00. Upplýsingar um viðtalstíma námsráðgjafa eru á skrifstofu skólans og skulu vera nemendum og forráðamönnum ljósar. Hluti af því sem námsráðgjafi vinnur með er;

·           Framhaldsskólabæklingur
·           Minni og lestraraðferðir
·           Undirbúningur fyrir próf
·           Glósutækni og námstækni
·           Tímastjórnun og lífsstíll
·           Starfskynningar
·           Starfsnám
·           Einstaklingsmál
            Inntökuskilyrði framhaldsskóla

Málsvari nemenda og foreldra

Málsvari nemenda og foreldra er með framhaldsnám á sviði uppeldis og menntunar, námsráðgjafar eða félagsráðgjafar. Viðkomandi vinnur eftir siðareglurm kennara og ásamt öðrum starfsmönnum skólans vinnur hann að ýmsum velferðarmálum sem tengjast nemendum og foreldrum. Málsvari vinnur bæði með einstaklingum og hópum ásamt því að vera hluti af stoðþjónustu skólans og koma að teymisvinnu í þeim árgöngum sem hann vinnur með.

Helstu viðfangsefni málsvara nemenda og foreldra eru;

  • Að tala máli nemenda og eða foreldra í málum sem þess þarfnast
  • Veita foreldrum ráðgjöf og stuðning
  • Sinna fyrirbyggjandi starfi með nemendum og foreldrum svo skólagangan verði farsælli.
  • Valdefla foreldra
  • Valdefla nemendur
  • Styrkja samstarf heimilis og skóla
  • Er tengiliður skólans við foreldrafélag
  • Vinnur náið með fulltrúum stoðþjónustu og umsjónarkennurum að úrlausn einstakra mála
  • Er tengiliður við félagsþjónustu, sálfræðing og aðrar sérfræðinga í ákveðnum málum
  • Sækir fundi og námskeið eftir því sem við á.
  • Veitir starfsfólki skólans ráðgjöf og stuðning varðandi hagsmuni barna og fjölskyldna

Samvinna er nauðsynleg forsenda í starfi málsvara með foreldrum og nemendum. Foreldrar eða nemendur geta leitað beint til málsvara eða verið vísað til hans af kennurum eða skólastjórnendum. Upplýsingar um viðtalstíma málsvara skulu veru á heimasíðu skólans og nemendum og foreldrum ljósar.

Hluti af því sem málsvari vinnur með er;

  • Kynning á helstu hlutverkum foreldra á kynningarfundum
  • Kallar til stjórn foreldrafélagsins og aðstoðar við að fá inn bekkjartengla
  • Samskipta og félagsfærni nemenda
  • Sinnir ráðgjöf til einstakra foreldra

Er tengiliður foreldra við einstaka teymi innan skólans ef foreldrar vilja það