Fréttir og tilkynningar

Fyrirsagnalisti

Þjóðleikur - 24. apr. 2017

Nemendur í 8.-10.bekk fóru um helgina og tóku þátt í þjóðleik.

Skólahreysti - 7. apr. 2017

Fimmtudaginn 6.apríl hélt stór hópur nemenda úr Grunnskóla Hornafjarðar til Egilsstaða vegna keppni í Skólahreysti. Keppendur fyrir hönd skólans voru þau Auðunn Ingason úr 10.bekk, Sigjón Atli Ragnheiðarson og Hildur Margrét Björnsdóttir úr 9.bekk og Salvör Dalla Hjaltadóttir úr 8.bekk. Til vara voru Sigursteinn Már Hafsteinsson og Arnrún Mist Óskarsdóttir úr 9.bekk. Að baki þeirra var stór hópur stuðningsmanna sem studdu vel við bakið á þeim. Leikar fóru þannig að Grunnskóli Hornafjarðar lenti í öðru sæti.

Landnámið í 5. bekk - 7. apr. 2017

Nemendur í 5. bekkjum hafa verið að læra um landnámið síðan um áramót og voru að klára þá vinnu. Þessi vinna endaði á sýningu þar sem krakkarnir buðu foreldrum og fleirum að hlýða á það sem þau höfðu verið að læra. Þetta eru samtals 38 krakkar sem sýndu saman og stóðu sig mjög vel. Kynnar voru þau Nína Ingibjörg og Friðrik Björn en allir komu með einum eða öðrum hætti að sýningunni.   

Unglingadeildin Brandur kennir endurlífgun - 6. apr. 2017

 

Í vikunni fór fram endurlífgunarkennsla fyrir börn í 7.-9. bekk sem unnin er í anda verkefnis sem verið er að framkvæma víða um heim og nefnist “KIDS SAVE LIVES”.

Kjarni þessa verkefnis er að kenna börnum frá 7 ára aldri endurlífgun árlega til að fjölga þeim sem fá fyrstu hjálp þegar þeir þeir lenda hjartastoppi. Eftir því sem börn byrja fyrr að læra endurlífgun og æfa sig oftar verða fleiri og fleiri sem geta veitt fyrstu hjálp og þannig fjölgar þeim fullorðnu sem kunna rétt viðbrögð þegar á reynir.

Grunnskóli Hornafjarðar er að því best er vitað fyrsti skólinn hér á landi sem fer í þetta verkefni og til að byrja með eru það nemendur í 7. – 9. bekk sem fá kennsluna.  Stefnan er svo sett á að fara með þessa kennslu neðar jafnvel alveg niður í fyrsta bekk og að nemendur fái að taka endurlífgunarbrúðurnar heim með sér og æfa sig þar. Mikilvægt er að nemendur fá þjálfunina á hverju ári.  

Unglingarnir voru mjög áhugasamir og vonandi er þessi kennsla komin til að vera. Takk fyrir okkur Björgunarfélag Hornafjarðar og Unglingadeildin Brandur.