Fréttir og tilkynningar

Fyrirsagnalisti

Frá hópi 5 í umhverfisviku - 2. jún. 2017

Það voru frábærlega vinnusamir krakkar í hóp 5. Þeir saumuðu ávaxta- og grænmetispoka til að hafa í Nettó svo við hægt sé að minnka plastpokanotkun enn meira en við höfum þegar gert.Við unnum myndbandum hvernig skal flokka rusl og gerðum tímalínu yfir það hvað rusl er lengi að eyðast í náttúrunni. Tímalína er fyrir ofan ávaxtaborðið í Nettó og líka í skólanum og á henni er hlutum raðað eftir því hve lengi þeir eru að eyðast. Að lokum bjuggum við til ýmsar fígúrur úr allskyns rusli. 

Íþróttadagurinn - 31. maí 2017

Íþróttadagurinn fór fram á mánudaginn í afar góðu veðri. Þessi hefð að hafa íþróttadag þar sem öllum nemendum skólans er blandað saman í hópa sem keppa sín á milli í hinum ýmsu þrautum er orðin nokkurra ára. Þetta er alltaf jafn skemmtilegt og mikil keppnisandi í nemendum og kennurum.  Úrslit verða kynnt á skólaslitum. 

Umhverfisdagar í grunnskólanum - 31. maí 2017

Nú er velheppnuðum umhverfisdögum í skólanum nýlokið. Sérstaklega var horft til þess hvað væri hægt að gera til að bæta bæinn okkar. Börnin í einum starfshópnum ákváðu að skora á yfirmenn Nettó að hætta að selja einnota plastpoka og bjóða einungis upp á fjölnotapoka. Þau söfnuðu undirskriftum og afhentu Pálma verslunarstjóra listann síðastliðinn mánudag. Pálmi tók vel á móti hópnum, tók við undirskriftalistanum og lýsti yfir vilja sínum til að koma til móts við óskir hópsins. Hann notaði einnig tækifærið til að óska eftir fleiri grænmetis/ávaxtapokum sem einn hópurinn saumaði á umhverfisdögunum og færði Nettó að gjöf, því þeir væru allir búnir.

5.bekkur í Ingólfshöfða - 30. maí 2017

Hin árlega 5.bekkjarferð þar sem nemendur fara í göngu um Ingólfshöfða.