Fréttir og tilkynningar

Fyrirsagnalisti

Finnum hljóðið, stafavinna í 1.bekk - 18. sep. 2018

Í 1. S er unnið með stafina og hljóðin þeirra á ýmsan hátt, bæði í gegnum verklegar æfingar og leiki sem stuðla að eflingu hljóðkerfisvitundarinnar. Börnin fara t.d. í leik sem heitir „Finnum hljóðið“  þá finna þau orð sem innihalda staf vikunnar, kennari skrifar orðið á töfluna og síðan á barnið að finna og staðsetja hljóðið í orðinu; er hljóðið fremst, inni í orðinu eða aftast? Í þessari viku eru börnin að vinna með stafinn Á og þau eru mjög hugmyndarík þegar kemur að því að finna orð með stafnum. 

Ferð 6. bekkjar í Öræfin - 17. sep. 2018

Í síðustu viku fóru nemendur í 6. bekk ásamt fylgifiskum í námsferð í Öræfi. Farið var í gönguferð upp að Svartafossi, upp á Sjónarsker, yfir sandinn að Bæjarstaðaskógi, inn í Réttargil og aftur til baka að Skaftafelli. Daginn eftir var unnið á stöðvum í Skaftafelli þar sem nemendur mældu meðal vatnshraða í læk og meðaldýpt. Lærðu að mæla hæð tjáa, mældu rústir og fóru í Selið þar sem þau fræddust um lífið þar fyrr á öldum

5.bekkur ferðast um í Suðursveit - 13. sep. 2018

5. bekkur fór í tveggja daga ferð í Suðursveit. Þetta er námsferð á vegum skólans þar sem krakkarnir kanna umhverfið og leika sér í leiðinni. Fyrri dagurinn hófst á gönguferð undir Fellsfjalli en keyrt var á rútu inn að fjalli og þaðan gekk hópurinn upp að Mjósundaá og upp að að gilinu. Næst var fundin staður til að vaða ána og fara síðan upp að gilinu austan við en þar er Brúsahellir sem allir fóru inn í og sögð var sagan af kettinum sem hvarf inn í hellinn og kom upp í Rannveigarhelli undir Staðafjalli. næst var gengið yfir að Fellsánni og eins nálægt fossinum og hægt var. Þar á aurunum eyddum við góðum tíma við að kasta grjóti í ána og sóla okkur.Þegar leið á daginn var haldið í Hrollaugsstaði þar sem við gistum, þar borðuðum við og héldum kvöldvöku.

Alheims hreinsunardagurinn - 13. sep. 2018

Alheims hreinsunardagurinn (World CleanUp day ) er á laugardaginn, þann 15. september og auðvitað tóku nemendur Grunnskóla Hornafjarðar þátt með því að tína rusl í nærumhverfi sínu fimmtudaginn 13. september.Umhverfisteymi skólans skipti nærumhverfinu niður í svæði sem síðan var úthlutað til bekkja til að týna rusl á. Ruslinu var síðan öllu skilað merktu á bak við Heppuskóla þar sem fulltrúar úr umhverfisteyminu vigtuðu ruslið og tóku úr það sem hægt var að flokka s.s. dósir og flöskur.