Fréttir og tilkynningar

Fyrirsagnalisti

Skíðaferð hjá 8. bekk - 23. mar. 2017

Árleg skíðaferð hjá 8. bekk var farin 20. – 21. mars og var skíðað í Oddskarði. Haldið var austur á mánudagsmorgni og skíðað fram eftir degi. Þá lá leiðin á Neskaupstað þar sem farið var í sund og. fl. Á þriðjudagsmorgni var Verkemenntaskóli Austurlands heimsóttur og krakkarnir fræddur um starfsemi skólans. Síðan var haldið í Oddskarð á ný og skíðað fram eftir degi í góðu færi. Það voru þreyttir en sælir unglingar sem kom til síns heima undir kvöldmat á þriðjudegi eftir vel heppnaða ferð.

Árshátíðar undirbúningur - 22. mar. 2017

Nú er undirbúningur fyrir árshátíð skólans á fullu. Einn liður í undirbúningnum er að útbúa leikmyndina fyrir sýninguna. Að þessu sinni verður Kardimommubærinn sýndur og eins og sjá má á myndunum þá fengum við reynslubolta okkur til halds og trausts en Birna Aðalsteinsdóttir hefur verið í smiðjuteyminu. Hér eru nokkrar myndir af nemendur 3. og 4. bekkjar sem voru í morgun að mála fugla fyrir sýninguna. Allir nemendur skólans taka þátt í undirbúningnum með einum eða öðrum hætti.

Vertu næs ! - 16. mar. 2017

Í dag komu gestir á vegum Rauða kross Íslands með fræðslu sem ber yfirskriftina ¨Vertu næs¨sem miðar að því að vinna gegn fordómum og undirbúa jarðveginn svo fjölbreytileikinn fái að njóta sín. Það voru þau Aleksandra Chilpala frá Póllandi og Juan Camilo frá Kólumbíu sem deildu reynslu sinni að vera innflytjandi á Íslandi og ýmsu sem því fylgir.  Fyrirlesturinn hefur farið víða og hafa þau heimsótt allt að 70 skóla á landinu og er fræðslan létt og skemmtileg um efni sem ber þó alvarlegan undirtón. Nemendur á mið- og unglingastigi grunnskólans  sem og nemendur FAS hlustuðu á fyrirlesturinn sem var aðlagaður að hverju aldurstigi fyrir sig.

Brúum bilið - 15. mar. 2017

Í síðustu viku komu elstu börnin á leikskólunum í heimsókn til barnanna í 1. S. Börnin fóru í stöðvavinnu þar sem m.a. var unnið að sögugerð, talningu, flokkun og einnig mótuðu börnin stafina sína úr leir. Þessi heimsókn var liður í samstarfi grunnskólans og leikskólanna, Brúum bilið. Börnin eru búin að hittast nokkrum sinnum í vetur, bæði í grunnskólanum og leikskólunum, og er næsta heimsókn á dagskrá í apríl, þá koma verðandi nemendur í 1. bekk í tónlistarheimsók