Fréttir og tilkynningar

Fyrirsagnalisti

Líf og fjör í desember - 13. des. 2017

Hurðaskreytingakeppni er haldin á eldra stigi á hverju ári. Nemendur sem og starfsfólk leggur mikið á sig til að eiga þátt í bestu hurðaskreytingu skólans. Þetta er skemmtileg hefð sem lífgar upp á skólann sem og skólastarfið. Nemendafélagið veitir síðan verðlaun fyrir í það minnsta flottustu hurðina.

Hafnarhittingur í desember - 6. des. 2017

í gær þriðjudag var fyrsti Hafnarhittingurinn haldinn í Heppuskóla. Hafnarhittingur hefur það að markmiði að styrkja félagsleg tengsl í bænum okkar, bjóða nýtt fólk velkomið og ýta undir að þeir sem lengi hafa búið hér geti kynnst nýju fólki.  Hafnarhittingur er fyrir alla, unga sem aldna. Í gær voru skráðir í gestabók 259 manns og 134 keyptu sér mat sem var í boði. Það er óhætt að segja að það var líf og fjör í Heppuskóla, þangað kom fólk og tók þátt í allskonar hlutum, föndri, spili, pokasaumi, skoðað legóbrautirnar, blaki, zumba, jóga, prjóni og hekli svo eitthvað sé nefnt. 

Vikuhátíð hjá 6.bekk - 1. des. 2017

í bauð 6. R samnemendum sínum á vikuhátíð í Sindrabæ. Krakkarnir sýndu leikrit sem fjallaði um þá sjálfa í kennslustund að undirbúa jólaleikrit. Krakkarnir sem spila á hljóðfæri sáu um undirspil. Lagið Riddari götunnar var sungið og leikið með miklum tilþrifum og í lokinn voru áhorfendur fengnir til að syngja og dansa með laginu Superman.  Frábær skemmtun.

Hafnarhittingur - 1. des. 2017

Þá verður opið hús í Heppuskóla og íþróttahúsinu fyrir ALLA Skaftfellinga unga sem aldna. Börn yngri en 12 ára komi þó vinsamlegast í fylgd fullorðinna. Á Hafnarhittingi geta allir fundið eitthvað fyrir sig og endað svo á því að borða kvöldmat sem verður seldur á kostnaðarverði. Dagskrá á Hafnarhittingi.