Fréttir og tilkynningar

Fyrirsagnalisti

Snjórinn kominn - 15. jan. 2019

Það var mikil gleði meðal yngri barnanna þegar fyrsti snjórinn kom á nýju ári og börnin renndu sér hvert í kapp við annað niður Garðshólinn jafnvel þó enn væri rökkur úti.

Forvarnafræðsla - 15. jan. 2019

Miðvikudaginn 9. janúar fengum við í Grunnskóla Hornafjarðar góða heimsókn þegar Bryndís Jónsdóttir frá Heimili og skóla og Margrét Lilja Guðmundsdóttir frá Rannsóknum og greiningu komu til okkar. Bryndís var með fræðsluerindi fyrir nemendur í 4. - 8. bekk um netöryggi og foreldrafræðslu fyrir foreldra í 1. - 7. bekk um sama efni. Margrét Lilja var með erindi fyrir starfsmenn um Lýðheilsu barna í 8. - 10. bekk og síðan voru þær saman með fræðslu fyrir nemendur og foreldra í 8. - 10. bekk um Lýðheilsu barna. 

Hurðaskreytingar - 14. des. 2018

Síðustu dagana fyrir jól taka nemendur á eldra stigi sig til og skreyta hurðina á sinni heimastofu. Skreytingarnar eru fjölbreytta og mikið lagt í að hafa hurðina sem jólalegasta eins og hæfir á þessum tíma ársins. 

Skólanum færðar góðar gjafir - 11. des. 2018

Grunnskólanum voru færðar góðar gjafir nú í vikunni en þá komu afkomendur Þorvarðar Gústafssonar og gáfu skólanum safn  hans af uppstoppuðum fuglum og dýrum.  í safninu má meðal annars finna demantsfasana, grákráku og skrækskaði auk þess sem þarna er dýr af kattartegund.