Fréttir og tilkynningar

Fyrirsagnalisti

Íþróttadagur - 23. maí 2019

Íþróttadagurinn var haldinn í skólanum s.l. miðvikudag. Dagurinn samanstóð af margskonar leikjum t.d. var tekið þátt í Unicef hlaupinu, farið í folf, hópeflisleiki, þrautir og ýmislegt fleira. Blessuð sólin lét ekki sjá sig en flestir gengu til leiks með bros á vör og gleði í hjarta.

Hjólahjálmar í 5. bekk - 7. maí 2019

Konur úr Slysavarnafélaginu Framtíðin komu og færðu nemendum 5. bekkjar hjólahjálma að gjöf. Að gefa fimmta bekk hjólahjálma er siður sem tekinn var upp fyrir átta árum og er gott framhald af hjólahjálmagjötinni sem nemendur fá frá Kiwanis í 1. bekk. Við þökkum kærlega fyrir þessa góðu gjöf og minnum foreldra á að til að hjálmur virki þarf hann að vera að réttri stærð og rétt stilltur. 

Góðir gestir í 1. S - 7. maí 2019

 Í vikunni sem leið komu Kiwanismenn færandi hendi og og gáfu öllum 1. bekkingum splunkunýja hjálma, endurskinsmerki og tvö buff. Börnin voru að vonum ánægð og glöð og þökkkuðu Kiwanismönnum kærlega fyrir sig.

Verkfall fyrir loftslagið - 3. maí 2019

Í dag boðaði Ungmennaráð Hornafjarðar til skólaverkfalls kl. 12 fyrir utan ráðhúsið. Verkfallið er innblásið af hinni sænsku Gretu Thunberg, en skólaverkfall hennar hefur vakið mikla athygli. Góð mæting var og greinilegt að æska landsins ætlar að láta sig málin varða.