Fréttir og tilkynningar

Fyrirsagnalisti

Námskeið hafin hjá kennurum - 10. ágú. 2017

Nú er skólastarf vetrarins að fara af stað og hefst það með ýmsum kennaranámskeiðum. Í dag mætti á þriðja tug kennara á námskeið í google education.  Google education er spennandi kerfi sem hægt er að nota með nemendum og býður upp á mikla fjölbreytni og frábært tæki til að þjálfa nemendur í að nýta tölvutæknina til náms.

Frí námsgögn - 13. júl. 2017

Frá og með haustinu 2017 fá nemendur skólans öll námsgögn í skólanum og þurfa ekki að kaupa sjálfir blýanta, stílabækur eða önnur þau námsgögn sem þeir nota dags daglega.

Frá hópi 5 í umhverfisviku - 2. jún. 2017

Það voru frábærlega vinnusamir krakkar í hóp 5. Þeir saumuðu ávaxta- og grænmetispoka til að hafa í Nettó svo við hægt sé að minnka plastpokanotkun enn meira en við höfum þegar gert.Við unnum myndbandum hvernig skal flokka rusl og gerðum tímalínu yfir það hvað rusl er lengi að eyðast í náttúrunni. Tímalína er fyrir ofan ávaxtaborðið í Nettó og líka í skólanum og á henni er hlutum raðað eftir því hve lengi þeir eru að eyðast. Að lokum bjuggum við til ýmsar fígúrur úr allskyns rusli. 

Íþróttadagurinn - 31. maí 2017

Íþróttadagurinn fór fram á mánudaginn í afar góðu veðri. Þessi hefð að hafa íþróttadag þar sem öllum nemendum skólans er blandað saman í hópa sem keppa sín á milli í hinum ýmsu þrautum er orðin nokkurra ára. Þetta er alltaf jafn skemmtilegt og mikil keppnisandi í nemendum og kennurum.  Úrslit verða kynnt á skólaslitum.