Fréttir og tilkynningar

Fyrirsagnalisti

Dagur stærðfræðinnar - 6. feb. 2017

Dagur stærðfræðinnar er fyrsta föstudag í febrúar ár hvert. Við í 1. S ákváðum að halda upp á daginn og skelltum okkur í stöðvavinnu. Alls voru sex stöðvar með mismunandi verkefnum og réðu börnin röðinni. Þau voru mjög áhugasöm og dugleg að leysa verkefnin og ekki annað hægt að sjá en þau hafi skemmt sér ágætlega.

Blint stefnumót við bók ! - 27. jan. 2017

Á skólabókasafninu er boðið upp á blint stefnumót við bók. Það fer þannig fram að búið er að pakka inn bókum og skrifa utan á vísbendingar um hvað bókin fjallar. Krakkarnir velja sér bókarpakka sem þau opna, lesa bókina og gefa henni einkunn. Þetta hefur mælst vel fyrir hjá krökkunum og margir eru spenntir að klára bókina sína til að geta opnað annann pakka.

Það er Elín Magnúsdóttir sem sér um bókasafnið sem sér um þennan skemmtilega leik.  

 

Þorrinn boðinn velkominn - 20. jan. 2017

Í dag, bóndadag buðu nemendur skólans þorrann velkominn með því að hlaupa hringinn í kringum skólann klædd í aðra buxnaskálmina. Þessi siður hefur lengi verið viðhafður í Hafnar og Heppuskóla. Eftir gott hlaup var sungið saman nokkur góð þorralög. 

Lært um Norðurlöndin í 6. bekk - 20. jan. 2017

Nemendur í 6. bekk hafa verið að læra um Norðurlöndin að undaförnu. Þeir unnu verkefni sem þeir síðan kynntu fyrir foreldrum sínum í vikunni. Nemendurnir höfðu einning undirbúið spurningakeppni þar sem foreldrarnir voru spurðir út úr um Norðurlöndin.