Fréttir og tilkynningar

Fyrirsagnalisti

Slátur á nútímalegan máta - 22. mar. 2019

Slátur er annað slagið í matinn í skólanum og óhætt er að segja að það gangi vel í börnin. En nú sést ný útgáfa af því hvernig þessi eðalmatur er borðaður. Í skólanum  er boðið upp á grænmetis "bar" og í honum er oft kalt pasta auk þess sem val er um ýmsar sósur.  Þegar það er slátur í matinn þá er því tilvalið að fá sér pasta og hvítlaukssósu með eins og sjá mátti hjá einum ungum manni í 4.bekk

Alþjóðadagur gegn kynjamisrétti og alþjóða Downs-dagurinn - 22. mar. 2019

Í gær var var alþjóðadagur gegn kynjamisrétti og af því tilefni söfnuðust nemendur og starfsfólk grunnskólans saman við Hafnarskóla og mynduðu hring, hönd í hönd í kringum skólann. . Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna valdi þessa dagsetningu til að minnast 69 mótmælenda sem myrtir voru 21. mars árið 1960 er þeir tóku þátt í mótmælum gegn aðskilnaðarstefnu stjórnvalda í Suður-Afríku.   

Leikhópurinn Lotta í heimsókn - 13. mar. 2019

Foreldrafélag grunnskólans bauð nemendum á sýningu hjá leikhópnum Lottu í Sindrabæ. Krakkarnir skemmtu sér hið besta og frábært að fá leikhús í heimsókn.

Hreinni bær - 13. mar. 2019

Í dag skelltu nemendur í sjöunda bekk sér út og tíndu rusl í og við íþróttavöllinn. Af nægu var að taka og girðingin og gróðurinn fram með Víkurbraut greinilega góðir ruslafangarar. Vel gert krakkar.