Fréttir og tilkynningar

Fyrirsagnalisti

Öskudagur - 16. feb. 2018

Eins og venjulega var mikið fjör í grunnskólanum á Öskudag. Á eldra stigi mættur margir í búning og var gaman að fylgjast með stemningunni. Eftir hádegi voru síðan Fáránleikar þar sem bekkir kepptu sín á milli í alls konar þrautum. Það var að lokum nemendur í 10.E. sem stóðu uppi sem sigurvegrar og óskum við þeim til hamingju sem og öllum öðrum í grunnskólanum sem gerðu þennan dag frábæran. 

Bekkjarkeppni Stóru upplestrarkeppninnar - 14. feb. 2018

Í dag fór fram bekkjarkeppni Stóru upplestrarkeppninnar. Nemendur í 7. bekk tóku þátt í henni eins og reglur gera ráð fyrir. Fjórtán keppendur komust áfram og munu þau keppa sín á milli í Nýheimum þann 28. febrúar. Þar mun fást úr því skorið hvaða nemendur grunnskólans taki þátt í Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar sem fer fram á Þórberssetri þann 12. mars.

Skólaþing - 5. feb. 2018

5. febrúar var óvenjulegur dagur í Grunnskóla Hornafjarðar því þá var fyrsta Skólaþingið haldið. Á því gerðust nemendur í 5. - 10. bekk þingmenn og fjölluðu um málefni skólans. Þinghaldið var með þjóðfundarsniði og voru nemendur úr 5. - 10. bekk borðstjórar en unnið var í 20 hópum. Margar hugmyndir komu fram af öllum gerðum og stærðum og skiluðu hóparnir af sér til annarra hópa sem voru í sömu stofu. Eins og áður hefur komið fram er helsta markmið með skólaþingum;

https://www.youtube.com/watch?v=nYrarIx9hmE

Dansýning - 2. feb. 2018

Í dag var hin árlega danssýning grunnskólans en Jón Pétur hefur verið með danskennslu þessa vikuna. Sýningin fór fram í íþróttahúsinu og þangað mættu foreldrar sem og afar og ömmur  til að horfa á nemendur skólans dansa.