Ytra mat

Ytra mat sveitarfélaga felur í sér að sveitarfélög sinna mati og eftirliti með gæðum skólastarfs, sbr. 5. og 6. gr., og láta ráðuneyti í té upplýsingar um framkvæmd skólahalds, innra mat skóla, ytra mat sveitarfélaga, framgang skólastefnu sinnar og áætlanir um umbætur.  Sveitarfélög skulu fylgja eftir innra og ytra mati þannig að slíkt mat leiði til umbóta í skólastarfi.

Um ytra mat á grunnskólum sjá annaðhvort sveitarfélög eða menntamálaráðuneytið. 

 Ytra mat menntamálaráðuneytis felur í sér að menntamálaráðuneytið annast greiningu og miðlun upplýsinga um skólahald í grunnskólum á grundvelli upplýsinga frá sveitarfélögum skv. 37. gr. og með sjálfstæðri gagnaöflun.

Samræmd próf 

smellið á mynd til að stækka.


Rannsókn og greining Hagir og líðan ungs fólks á Hornafirði 2017. 5. 6. og 7. bekkur

Vímuefnanotkun ungs fólks á Hornafirði 2017. 8. 9. og 10. bekkur

Skólapúlsinn

Niðurstöður Skólapúlsins 2016-2017

Menntamálaráðuneyti gerir áætlun til þriggja ára um kannanir og úttektir sem miða að því að veita upplýsingar um framkvæmd laga þessara og aðalnámskrár grunnskóla og aðra þætti skólastarfs. Menntamálaráðuneyti skipuleggur einnig þátttöku í alþjóðlegum mennta- og samanburðarrannsóknum.

Ráðherra setur reglugerð1) um innra og ytra mat og upplýsingaskyldu sveitarfélaga að höfðu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga, sjá VIII kafla um mat og eftirlit með gæðum grunnskólastarfs á meðfylgjandi slóð:

   1)Rg. 658/2009

Á haustdögum 2010 var Grunnskóli Hornafjarðar tekinn út á vegum menntamálaráðuneytisins sjá úttektarskýrslu hér fyrir neðan.

 Úttekt á starfsemi Grunnskóla Hornafjarðar október 2010 - janúar 2011.  Skýrsla unnin fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið. 

Í kjölfar úttektarinnar fór mennta- og menningarálaráðuneytið fram á að skólinn og sveitarfélagið skilaði inn umbótaáætlun þar sem fram kæmi hvernig bæta ætti úr þeim hlutum sem ekki komu nægilega vel út í úttektinni.

Umbótaáætlun í Grunnskóla Hornafjarðar í kjölfar úttektar á skólanum

Umbótaáætlun í Grunnskóla Hornafjarðar í kjölfar úttektar á skólanum endurmat 2012