Laus störf 2017-18

Eftirtalin störf eru laus til umsóknar næsta vetur

IMG_5676

Heimilisfræðikennari, sérkennari og skólaliði.

Heimilisfræðikennari - 100% starf í heimilisfræðikennslu í 1. - 10. bekk.

Sérkennari - 100 % starf í sérkennslu

Umsækjendur skulu hafa tilskylda menntun og eða reynslu til starfsins. Áhersla er á að umsækjandi sýni hæfni í samskiptum, frumkvæði og sé lausnamiðaður.

Störf skólaliða - Um tvö störf er að ræða bæði á yngra stigi. Annað er 100 % starf með vinnutíma frá 7:50 – 16:00 en hitt 75% með vinnutíma frá 10:00-16:00. Starfið felst  í gæslu nemenda, ræstingu og aðstoð í matsal.  Umsækjendur verða að eiga auðvelt með samskipt við börn og unglinga, vera lausnamiðaðir og jákvæðir. 

Umsóknarfrestur er til 27. júní nk. Umsóknum skal skilað skriflega til skólastjóra á þar til gerðu umsóknareyðublaði.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskrar sveitarfélaga við AFL Starfsgreinafélag, FOSS og KÍ.  

Í Grunnskóla Hornafjarðar verða næsta vetur rúmlega 250 nemendur í tveimur aðskildum húsum. Í öðru húsinu er í 1. – 6. bekkur en 7. – 10. bekkur í hinu. Í skólanum er áhersla á list- og verkgreinakennslu um leið og unnið er að bættum árangri í bóklegum greinum. Unnið er eftir hugmyndarfræði uppeldis til ábyrgðar og skólinn er bæði grænfánaskóli og heilsueflandi skóli. Í Grunnskóla Hornafjarðar er góður starfsandi og skólinn er vel búinn. Sveitarfélagið er vel statt og þar er blómlegt mannlíf.

Frekari upplýsingar gefur skólastjóri í síma 8995609 og á netfanginu thorgunnur@hornafjordur.is