Laus störf

Grunnskóli Hornafjarðar leitar eftir kennurum í eftirfarandi störf.

Grunnskóli Hornafjarðar leitar eftir kennurum í eftirfarandi störf

Auglysing-2024

Heimilisfræði 1. – 10. bekkur fullt starf

Náttúrurfræði 7. – 10. bekkur 50% starf

Fab – lab 7. – 10. bekkur 50% starf

Hönnun og smíði 50% starf

Tónmennt 1. – 6. bekkur, hlutastarf með aðkomu að árshátíð og jafnvel kennslu í Tónskóla Austur Skaftafellssýslu

Íþróttakennari í afleysingar í 1. ár

Leiklist 7. – 10. bekkur 50% starf með aðkomu að árshátíð skólans

Náms og starfsráðgjafa

Þroskaþjálfa í 100% starf

Kennara í 100% starf á miðstigi

Menntunar og hæfniskröfur:

Umsækjendur skulu hafa tilskylda menntun og reynslu til starfsins og góð tök á íslensku bæði munnlega og skriflega. Áhersla er á að umsækjandi sýni hæfni í samskiptum, frumkvæði, sé lausnamiðaður og hafi skipulagshæfileika.

Skólinn er Grænfánaskóli og heilsueflandi og unnið er samkvæmt hugmyndafræði uppeldis til ábyrgðar. Unnið er markvisst með samskipti og líðan nemenda. Leiðsagnarnám og teymiskennsla er í innleiðingu í skólanum. Svæðið er andalaus uppspretta fyrir útivist á einum fegursta stað landsins og byggir sérstaða skólans á því.

Umsóknarfrestur er til 15. maí

Umsóknum ásamt ferilskrá og meðmælendum skal skilað til Kristínar G Gestsdóttur skólastjóra en hún veitir allar upplýsingar um störfin, kristinge@hornafjordur.is , S. 470-8440 eða í síma 8986701

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Þeir sem eru ráðnir til starfa í skólanum þurfa að veita heimild til að leitað sé upplýsinga úr sakaskrá hjá Ríkissaksóknara.

Umsóknir gilda í hálft ár frá því að umsóknarfrestur rennur út.

Öll kyn eru hvött til að sækja um.