Fréttir og tilkynningar

List fyrir alla - 16. mars 2018

Í dag var brúðuleikhús í Sindrabæ, þessi sýning er á vegum verkefnisins Listi fyrir alla sem er í líkingu við verkefnið Tónlist fyrir alla sem við þekkjum vel,  Dagurinn hófst á því að nemendur 1. - 4. bekkjar fóru ábrúðusýningu um Búkollu og eftir það gafst þeim tækifæri á að læra að búa til einfaldar brúður. Sýningin og smiðjan er þróunarverkefni undir mennta- og menningarmálaráðuneytinu og er í höndum Handbendi Brúðuleikhús frá Hvammstanga, 

Gunnar Helgason í heimsókn - 16. mars 2018

Í dag kom rithöfundurinn Gunnar Helgason í heimsókn og talaði um bækurnar sínar og bókalestur við nemendur í 3. - 10. bekk. Gunnar las úr tveimur bóka sinna og sýndi" trailerinn" af nýju myndinni sinni. í spjalli sínu við krakkana sagði hann frá því hvernig mamma hans lagði mikið á sig til að fá hann til að lesa og hvað hvað það skiptir miklu máli að rætt sé um bækur við börnin bæði þær sem þau eru að lesa sem og aðrar bækur. Hann talaði einnig um hvaða áhrif Guðrún Hegladóttir hefði haft á áhuga hans á bókum sérstaklega þegar bókin um tvíburana Jón Odd og Jón Bjarna kom út. Nú fara vonandi allir heim, taka sér bók í hönd og svífa á vit ævintýraheima.

Vikuhátíð 6. V - 15. mars 2018

Í dag sá 6. V um að halda vikuhátíð en það er eitt af þeim verkefnum sem hefur verið fastur liður í skólastafinu undanfarin ár.  Þessi hefð er saman sett úr föstudagshátíðum sem haldnar voruí Nesjaskóla og skemmtunum sem haldnar voru á sal í Hafnarskóla.Þessar sýningar eru með ýmsu móti og í þetta sinn má segja að tónlist og dans hafi verið aðalþemað. Það var boðið upp á gítar spil og blásturshljóðfæri spiluðu einngi stórt hlutverk en Magni sá um að slá taktinn á hinum ýmsu ásláttarhljóðfærum.  Dans og söngur voru á dagskránni auk skemmtilegra þrauta sem þurfti að leysa.  Að ógleymdu fótboltatrixi sem Oskar sýndi við mikinn fögnuð.  

Fréttasafn


Viðburðir

Engin grein fannst.