Fréttir og tilkynningar

Vorboðar - 25. apríl 2024

Við í grunnskólanum eigum marga velunnara og sumir þeirra eru sannkallaðir vorboðar en þar má nefna konurnar úr Slysavarnardeildinni Framtíðinni en á hverju vori í allmörg ár hafa þær komið og fært nemendum 5. bekkjar hjólahjálma. Eitt af hlutverkum slysavarnadeilda á landinu er forvarnarstarf og þetta verkefni er svo sannarlega þarft forvarnarstarf. Við sendum okkar bestu þakkir til slysavarnardeildarinnar og óskum þeim í leiðinni góðs gengis í því risastóra verkefni sem deildinn ásamst fleirum er að vinna að.

Umhverfisdagur skólans - 25. apríl 2024

Umhverfisdagur grunnskólans var haldinn miðvikudaginn 23. apríl. Dagurinn hófst á því að Berglind Steinþórsdóttir sem hefur yfirumsjón með grænfánaverkefni skólans, sagði frá grænfánanum og fyrir hvað hann stæði og hvað við í skólanum værum að gera til að fá að vera grænfánaskóli. Hafdís og Sigurlaug stjórnuðu síðan söng af miklum krafti og áður en haldið var af stað í ruslatínsluna drógu yngsti og elsti nemandi skólans nýjan grænfána að húni. 

7.bekkur með jöklasýningu í Nýheimum - 24. apríl 2024

Nú hafa 7.bekkingar lokið námskeiðinu ,,Jöklarnir okkar“ í samfélags-og náttúrufræði.    

Fréttasafn