Fréttir og tilkynningar

Gaman á Hafnarhitting - 18. maí 2018

Síðasti Hafnarhittingur vetrarins var 15. maí síðastliðinn og líkt og á þeim fyrri var margt um manninn og afskaplega góð stemning. Að þessu sinni var þemað heilsuefling og komu bæði UMF Sindri og Heilbrigðisstofnunin myndarlega að dagskránni ásamt Bæjarfélaginu og Umhverfissamtökum Austur Skaftafellssýslu. 

Vikuhátíð 1. bekkjar - 17. maí 2018

1. bekkur bauð til vikuhátíðar í Sindrabæ í gær. Þar sýndu krakkarnir fyrir fullu húsi söng, dans, fótboltaleikni og fimleika auk þess sem brandarar voru sagðir á færibandi. Krakkarnir stóðu sig vel í þessari frumraun sinni í vikuhátíðarhaldi og ekki var annað að sjá en að áhorfendur skemmtu sér hið besta. 

Lambaferð í 1.bekk - 15. maí 2018

Í dag, þriðjudaginn 15. maí, fór 1. EG í lambaferð. Farið var inn í Akurnes þar sem við fengum að fylgjast með og upplifa sauðburð í smá tíma. Á meðan nemendur voru í fjárhúsunum fylgdust þau með fjölmörgum ám bera og meðal annars komu þrílembingar í heiminn. Þessi ferð var áhugaverð, lærdómsrík og skemmtileg og má segja að allir nemendur hafi verið himinsælir með að fá að klappa og komast í tæri við litlu lömbin. Við þökkum Akurnesbændum kærlega fyrir að leyfa okkur að kíkja í heimsókn.

Fréttasafn


Viðburðir

Engin grein fannst.