Fréttir og tilkynningar

Þjóðleikur - 24. apríl 2017

Nemendur í 8.-10.bekk fóru um helgina og tóku þátt í þjóðleik.

Skólahreysti - 7. apríl 2017

Fimmtudaginn 6.apríl hélt stór hópur nemenda úr Grunnskóla Hornafjarðar til Egilsstaða vegna keppni í Skólahreysti. Keppendur fyrir hönd skólans voru þau Auðunn Ingason úr 10.bekk, Sigjón Atli Ragnheiðarson og Hildur Margrét Björnsdóttir úr 9.bekk og Salvör Dalla Hjaltadóttir úr 8.bekk. Til vara voru Sigursteinn Már Hafsteinsson og Arnrún Mist Óskarsdóttir úr 9.bekk. Að baki þeirra var stór hópur stuðningsmanna sem studdu vel við bakið á þeim. Leikar fóru þannig að Grunnskóli Hornafjarðar lenti í öðru sæti.

Landnámið í 5. bekk - 7. apríl 2017

Nemendur í 5. bekkjum hafa verið að læra um landnámið síðan um áramót og voru að klára þá vinnu. Þessi vinna endaði á sýningu þar sem krakkarnir buðu foreldrum og fleirum að hlýða á það sem þau höfðu verið að læra. Þetta eru samtals 38 krakkar sem sýndu saman og stóðu sig mjög vel. Kynnar voru þau Nína Ingibjörg og Friðrik Björn en allir komu með einum eða öðrum hætti að sýningunni.   

Fréttasafn


Viðburðir

31.3.2017 - 30.5.2017 Grunnskóli Hornafjarðar 4. lota hefst

4. lota í smiðjum hefst

 

24.4.2017 - 28.4.2017 Reykir hjá 7. bekk

7. bekkur á Reykjum

 

24.4.2017 - 28.4.2017 Laugar hjá 9. bekk

9. bekkur á Laugum

 

26.4.2017 Grunnskóli Hornafjarðar Umhverfisdagur

Umhverfisdagur ef veður leyfir

 

30.4.2017 Unicef hlaup

Nemendur hlaupa og safna áheitum sem rennur til Unicef

 

Allir viðburðir