Fréttir og tilkynningar

Bóndadagur - 19. janúar 2018

Í dag, bóndadag buðu nemendur skólans þorrann velkominn með því að hlaupa hringinn í kringum skólann klædd í aðra buxnaskálmina. Þessi siður hefur lengi verið viðhafður í Hafnar og Heppuskóla og er skemmtilegt innlegg í góðan dag. 

Fjölmenni á Hafnarhittingi - 17. janúar 2018

Það var fjölmenni á Hafnarhittingi 16. janúar þar sem var fjölbreytt dagskrá fyrir alla. Um 220 manns skrifuðu í gestabók og rúmlega 120 borðuðu kvöldmat. Grunnskóli Hornafjarðar heldur utan um hittinginn en að honum koma fjölmargir aðilar, allir í sjálfboðavinnu. Þessir aðilar fá sérstakar þakkir sem og nemendur og starfsmenn skólans sem komu að vinnunni. Án þeirra er Hafnarhittingur óframkvæmanlegur. 

Myndbandið segir meira en mörg orð um stemninguna á Hafnarhittingi.

Stefnt er á næsta hitting í lok febrúar eða byrjun mars - við hlökkum til að sjá ykkur.

https://www.youtube.com/watch?v=i7iS0oCKmcA&t=9s

 

Hafnarhittingur 16. janúar - 15. janúar 2018

Á Hafnarhitting á morgun verður ýmislegt um að vera og enn bætist við . Kynnið ykkur endilega dagskrána og komið og takið þátt í því sem ykkur líst á. Sjálfboðaliðar til að aðstoða eru líka alltaf vel þegnir. Við ætlum að vera með útsendingu frá EM á tjaldi, það verður hægt að taka æfingu fyrir þorrablótsröðina og ótal margt fleira.  Dagskrá á Hafnarhitting.                                      

Við hlökkum til að sjá ykkur

Fréttasafn


Viðburðir

22.1.2018 Grunnskóli Hornafjarðar 3.lota hefst í dag.

3.lotan í smiðjunum hefst í dag. Þá skipta nemendur um smiðjur.

 

29.1.2018 - 2.2.2018 Grunnskóli Hornafjarðar Dansvika

Hin árlega dansvika hefst í dag. Jón Pétur kemur og kennir nemendum og starfsfólki skólans skemmtilega dansa.

 

Allir viðburðir