Fréttir og tilkynningar

Frábær söfnun í Unicefhlaupinu - 4. júlí 2018

Á hverju vori hlaupa nemendur í 1. - 6. bekk svokallað UNICEF hlaup og safna áheitum fyrir það. Í vikunni barst eftirfarandi bréf barst frá fulltrúa UNICEF á Íslandi

"Við höfum tekið saman öll framlög Grunnskóla Hornafjarðar fyrir UNICEF-hreyfinguna og í ár söfnuðu börnin 214.914 kr. Það er frábær árangur!

Söngleikurinn Annie - 28. maí 2018

Nemendur í leiklistarvali úr 9. og 10. bekk sýndu söngleikinn Annie í Sindrabæ í síðustu viku.Dagmar Lilja fór með hlutverk Annie og Harpa Lind lék hina illræmdu frú Hanagen. Júlíus Aron lék herra Warbucks og Birna Rós var í hlutverki Grace aðstoðarkonu hans. Axel Elí og Arnrún Mist léku hysknu skötuhjúin Rooster og Lily Foss auk þess sem Axel Elí tók að sér fleiri hlutverk.  Önnur hlutverk og söngur voru í höndum Steinunnar Erlu, Írisar Mistar, Salvarar Döllu og Karenar Ásu.  Nemendum Hafnarskóla og aðstandendum var boðið á sýninguna svo óhætt er að segja að krakkarnir hafi sýnt fyrir fullu húsi. Frábær sýning og mikið af hæfileikaríku fólki sem  skólinn hefur á að skipa. 

Íþróttadagur - 28. maí 2018

Í dag var haldinn hinn árlegi íþróttadagur skólans. Nemendum var skipt i hópa en að þessu sinni voru hóparnir skiptir í eldri og yngri. Íþróttadagurinn byggist á einskonar ratleik þar sem börnin fengu vísbendingu til að vinna eftir til að komast á næstu stöð. Þetta er líka keppni þar sem hóparnir vinna sér inn stig um leið og þeir leysa þrautirnar sem voru af ýmsum toga t.d. hitta í körfu, hanga, skora mark, kubb, snú snú og margt fleira.  Veðrið lék við okkur sem var kærkomið eftir rigningu undanfarna daga.

Fréttasafn