Fréttir og tilkynningar

IMG_6936

Betri bær - skrúðganga á morgun - 23. maí 2017

Umhverfisdagar í fullum gangi í skólanum sem enda á skrúðgöngu og sýningu á morgun miðvikudag.

Foreldra og starfsmannfundur í Nýheimum kl. 16:15 á mánudag - 12. maí 2017

Mánudaginn næsta 15. maí kl. 16:15 verður fundur í Nýheimum sérstaklega ætlaður foreldrum nemenda í grunn- og framhaldsskóla og starfsfólki skólanna. Þar verður farið yfir niðurstöður úr könnunum á vegum Rannsóknar og greiningar á högum hornfirskra barna og unglinga. Í kjölfarið verður farið í fundarherferð með foreldrum barna í 6. -10. bekk Grunnskólans því niðurstöðurnar eru ekki góðar þegar horft er til neyslu tóbaks, áfengis og fíkniefna.  

Harðir krakkar með hausinn í lagi !! - 9. maí 2017

Í dag komu konur úr  Slysavarnadeildinni Framtíðinni og færðu nemendum 5. bekkjar hjólahjálma að gjöf.  Slysavarnakonur hafa fært 11 ára börnum á Hornafirði hjálm undanfarin 7 ár og eiga þakkir skilið fyrir framtakið.   Við minnum á að samkvæmt lögum eiga börn 14 ára og yngri að nota hjálm þegar þau hjóla og auðvita ættu hinir eldri að gera slíkt hið sama

Fréttasafn


Viðburðir

31.3.2017 - 30.5.2017 Grunnskóli Hornafjarðar 4. lota hefst

4. lota í smiðjum hefst

 

10.5.2017 - 26.5.2017 Grunnskóli Hornafjarðar Lokaverkefni og skyndihjálp

Lokaverkefni og skyndihjálparnámskeið 10. bekkjar

 

26.5.2017 Grunnskóli Hornafjarðar Kynning á lokaverkefni 10. bekkjar

10. bekkur kynnir lokaverkefni sín

 

29.5.2017 - 30.5.2017 Grunnskóli Hornafjarðar Skólaferðalag í 10. bekk

Skólaferðalag hjá 10. bekk

 

31.5.2017 17:00 - 18:00 Skólaslit

Skólaslit í íþróttahúsinu

 

Allir viðburðir