Fréttir og tilkynningar

Sturlungaöldin í 6.bekk - 22. nóvember 2017

Nemendur í 6.bekk héldu sýningu fyrir foreldra og forráðamenn um Sturlungaöld.

First Lego League - 10. nóvember 2017

Grunnskóli Hornafjarðar sendir þrjú lið til keppni í hinni árlegu legókeppni. Það er 7. bekkur skólans sem tekur þátt og heita liðin  Akvo, Vatnaríus og Flóðið. Keppnin hefst kl. 9:25 á morgun laugardag og eru allir velkomnir á keppnina sem er haldin í Háskólabíó. Heimasíða keppninnar er http://firstlego.is/ .

Dagur gegn einelti - 8. nóvember 2017

Í dag fjölmenntu nemendur og starfsfólk grunnskólans út á Sindravelli og mynduðu hjartakeðju í tilefni dagsins, en dagurinn er helgaður baráttunni gegn einelti. Þær Dagmar og Angela, nemendur í 9. bekk sungu við undirleik Þórgunnar skólastjóra í miðju hjartans og auðvitað tók allur hópurinn undir í söngnum. Með hjartanu var á táknrænan hátt verið að leggja áherslu á að við viljum ekki einelti í skólanum. Enginn vill verða fyrir einelti og enginn vill leggja í einelti. Ef okkur verður á að leggja í einelti eða vera með særandi  framkomu gagnvart öðrum þá er mikilvægt að að hlusta á ábendingar og bæta sig. Það er í lagi að gera mistök en það er nauðsynlegt að viðurkenna þau og vera reiðubúinn að læra af þeim.  Þannig verðum við betri manneskjur og þannig líður okkur vel innan um hvort annað og með hvort öðru. Tónlist hefur þann eiginleika að hún lætur flestum líða vel. Því var við hæfi að syngja saman, hafa gaman og æfa okkur í að líða vel með hvort öðru.

Fréttasafn


Viðburðir

30.11.2017 Heppuskóli Fullveldisfagnaður hjá 8.-10. bekk. Bekkjarkvöld hjá 7. bekk

fullveldisfagnaður og bekkjarkvöld

 

1.12.2017 Grunnskóli Hornafjarðar Fullveldisdagurinn

Fullveldisdagurinn

 

1.12.2017 - 20.12.2017 Grunnskóli Hornafjarðar Jóladagskrá í skólanum

Dagana 1.-20.des verður jóladagskrá í skólanum.

 

19.12.2017 Sindrabær Litlu jól í 1.-6.bekk

Litlu jólin eru haldin hátíðleg í 1.-6.bekk í Sindrabæ.

 

20.12.2017 Grunnskóli Hornafjarðar Stofujól

Nemendur mæta síðasta daginn fyrir jólafrí á stofujól.  Þetta er stuttur og hátíðlegur dagur. 

 

Allir viðburðir