Fréttir og tilkynningar

46489587_511636932690058_7991821333304442880_n

Margmenni og góð stemning á Hafnarhitting - 15. nóvember 2018

Það var margmenni og góð stemning á Hafnarhittingi 14. nóvember. Í gestabókina skrifuðu 267 og rúmlega 100 manns borðuðu frábæran kvöldmat sem Z -bistro matreiddi. Dagskráin var fjölbreytt og myndir segja meira en mörg orð.  

Skáld í skólum - 14. nóvember 2018

 Skáld í skólum er verkefni eða dagskrá sem Rithöfundasamband Íslands býður upp á.  Að þessu sinni fengum við til okkar rithöfundana Snæbjörn Brynjarsson og Kjartan Yngva  Björnsson en þeir eru höfundar bókanna Hrafnsauga, Draumsverð, Ormstunga og Draugsól en fimmta bókin í þessum söguflokki er á leiðinni. Bækurnar gerast í heimi þar sem hugmyndir og stef úr mannkynssögunni, bókmenntum, þjóðsögum og goðsögum eru endurnýttar og settar í nýjan búning  til viðbótar við þeirra eigið ímyndunarafl.   Margir nemendur skólans hafa lesið bækurnar og þá sérstaklega fyrstu bókina, Hrafnsauga.

Legóferð 7. bekkjar - 13. nóvember 2018

Eftirminnilegri helgi lokið með 36 frábærum nemendum, foreldrum og starfsfólki skólans, á First Lego í Háskólabíó. Við fórum með 4 lið. Árangurinn var ótrúlegur einn hópurinn vann bestu liðsheildina, annar hópur vann róbótahönnunina, síðan var líka einn hópur hjá okkur í 2-3 sæti í heildarkeppninni. Ferðalagið hjá okkur hófst í byrjun september og var nemendum skipt í fjóra hópa, tveir níu manna og tveir tíu manna, sem unnu saman að sama markmiðinu, að taka þátt í keppninni 10. nóvember. Hver hópur átti að finna rannsóknarverkefni sem tengdist geimferðum, forrita þjark (róbot) og skrifa dagbók.

Fréttasafn