Heimanám

Meginhluti náms í grunnskóla á að eiga sér stað í skólanum. Um það er þó engum blöðum að fletta að þeir nemendur sem fá stuðning heima og stunda heimanám standa sig betur í skóla.

Stuðningur foreldra við heimanám


Mikilvægt er að foreldrar og aðstandendur noti heimanámið til að tala jákvætt um námið og menntun því nemendur þurfa oft á tíðum stuðnig við að halda úti áhuga á námi á 10 ára grunnskólagögnu. 

Heimanám sem allir í bekknum eiga að vinna er sett inn á heimasíðu skólans í gengnum mentor og með því að nota aðgangsorð geta nemendur og foreldar séð heimanám hverju sinni.   Miða er við að heimanámið sé komi inn síðdegis á föstudögum. Stundum nota kennarar einhverjar aðrar aðferðir við að koma heimanámi til skila og kynna það þá hver og einn fyrir sínum hóp.

Ef þið hafið ekki aðgangsorð að mentor þá hafið samband við skólann og við munum senda ykkur það um hæl.  Einnig getið þið farið á heimasíðu Mentor og fengið aðgangsorð.

Ekki eiga allir jafn auðvelt með að sinna heimanámi og því geta börn í 1. - 4., bekk sem eru í Kátakoti fengið aðstoð við heimanám þar.  Einnig geta nemendur í 7. - 10. bekk valið heimanám í fimmtudagsvali. 

 Hugmyndir fyrir þá sem aðstoða við heimanám.

  • Vera tiltæk til að aðstoða barnið án þess að vinna verkið fyrir það.
  • Sýnið heimavinnunni áhuga þrátt fyrir að barnið geti fyllilega sinnt henni sjálfstætt
  • Hafðu stundatöfluna, vikuáætlanir barnsins á vísum stað og sýnilegum.
  • Kenndu barninu þínu að taka til og raða ofan í skólatöskuna. Það er ekki sjálfgefið að allir læri sjálfkrafa að halda utan um sitt dót.
  • Börn þurfa að læra að bera ábyrgð á sinni vinnu. Okkur fullorðnum er uppálagt að kenna þeim ábyrgð.
  • Óunnið heimanám er leiðinlegur skólafélagi

Mikilvægt er að tileinka sér góða námstækni en námstækni er sú aðferð sem notuð er til að læra.  Eftir því sem námstækni okkar er betri þeim mun fljótari erum við að læra og lærum betur.  Á vef Námsgagnastofnunar má finna gagnlega handbók um námstækni sem nýtist nemendum, kennurum og foreldrum.  

 Tenging inn á mentor