Vefslóðir

Bæklingar um málþroska, málskilning og lesskilning á fjölmörgum tungumálum af vef Árósaborgar. 

Tungumálatorg er stór og fjölbreyttur vefur þar sem finna má margvíslegan fróðleik og ýmis verkefni sem henta vel í íslenskukennslu bæði fyrir nemendur og kennara.
Vefslóðin er: http://tungumalatorg.is/.

Námsvefurinn Katla er bæði fyrir kennara og nemendur með íslensku sem annað tungumál.Vefslóð: http://tungumalatorg.is/katla/

Á heimasíðu Álfhólsskóla í Kópavogi má finna mörg gagnleg verkefni fyrir nemendur með íslensku sem annað tungumál, m.a. gagnvirk verkefni sem snúa að orðaforða.
Vefslóðin er: http://www.alfholsskoli.is/  undir flipanum "Nýbúinn"

Fallbeygingar í íslensku vefjast fyrir flestum erlendum nemendum. Margir kennarar hafa notað síðu Árnastofnunar mikið en þar sjá nemendur fallbeygingar orða og geta  notað það sér til hjálpar, t.d. við skrif á ritgerðum o.fl.
Vefslóðin er: http://bin.arnastofnun.is/

Námsgagnastofnun hefur gefið út bækling þar sem bent er á ýmiskonar námsefni sem hentar vel nemendum með annað tungumál en íslensku. 
Vefslóðin er: http://nams.is/library/Kynningarefni/namsefni_annad_modurmal_LQ.pdf

Á vefnum www.fjolvaki.mcc.is eru upplýsingar og efni á ýmsum tungumálum. Á vefnum hefur íslensku vefefni á erlendum tungumálum verið safnað saman og flokkað í viðamikið tenglasafn. Á vef Fjölvaka er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar, t.d. er þar hægt að finna bréf til foreldra vegna fundaboðana og annars á fjölmörgum tungumálum. 

Til að örva tjáningu nemenda er hægt að fara á slóðina www.voki.com  en þar er hægt að búa til ýmsar fígúrur (avatar). Nemendur geta valið sér avatar af ýmsum gerðum og síðan er bæði hægt að nota lyklaborðið til að skrifa þann texta sem avatarinn mælir fram (á ýmsum tungumálum) eða tala sjálfur og taka það upp og spila síðan.  Mjög skemmtilegt :-)

Vefurinn http://www.spicynodes.org býður upp á að ýmsar gerðir hugtakakorta. Notendur velja sér útlit og snið hugtakakorts og vinna síðan inn í það. Hentar vel í þemavinnu með eldri nemendum til að auka orðaforða.

Í tímariti Samtaka tungumálakennara á Íslandi;  Málfríði, eru margar áhugaverðar greinar um íslensku og íslenskukennslu.  
Vefslóðin er: http://malfridur.ismennt.is/

Vefsíðuforritið http://weebly.com  er einfalt og þægilegt forrit. Þar er hægt að leyfa nemendum að búa til sína eigin síðu og auka þannig frjálsa ritun og íslenskuvinnu af ýmsu tagi. 

Vefur fyrir kennara. Hægt að búa til spil og ýmis verkefni: http://www.mes-english.com/flashcards.p

Á nýbúavef Grunnskólans í Þorlákshöfn eru ýmis verkefni, sem m.a. nemendur hafa búið til.
Vefslóðin er: http://skolinn.olfus.is/nybuavefur/

Á vefnum http://comeniusregiospice.wordpress.com/  má finna skemmtilegar útfærslur af  borðmottum eða veggmyndum til að hengja upp þar sem ýmis heilræði koma fram um leiðir til að  læra íslensku og ábendingar um atriði sem þarf að hafa í huga við túlkun. Litríkar og fallegar mottur.

Skólaorðaforði á 10 tungumálum.  Á vef Reykjavíkurborgar má finna mjög gagnlega og góða orðalista (neðarlega á síðunni).Vefslóðin er: http://reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-4032/6818_view-3577/ 

Á vefnum netskoli.is má finna ýmislegt sem styður við nám barna af erlendum uppruna. Hér má finna hugtök í stærðfræði og náttúrufræði undir flipanum stoðkerfi í náttúrufræði og stærðfræði.
Vefslóðin er: http://www.netskoli.is