Vor í lofti

30. mar. 2020

Nemendur og kennarar í grunnskólanum hafa þurft að aðlaga sig hratt að breyttu umhverfi en þá gildir að vera hugmyndaríkur. Krakkarnir í 5. bekk voru í íþróttatíma hjá Sigurborgu og voru að hamast við að gera armbeygjur þegar náðist að smella af þeim mynd og neðan við hólinn voru stelpurnar í 6. bekk í stærðfræðitíma. Þær voru að teikna og reikna út stærðarhlutföll steypireyðar. Þórgunnur og Dadda nýttu sér góða veðrið og þvoðu gluggana á skólanum.